Lágmörkum skaðann Logi Einarsson skrifar 12. febrúar 2021 08:01 Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Um fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman samkvæmt nýrri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins - og um helmingur atvinnulausra. Atvinnuleitendur finna meira fyrir efnahagsþrengingum en aðrir og leita frekar á náðir sveitarfélaga, ættingja eða hjálparsamtaka eftir aðstoð. Þar skera þrír hópar sig út - innflytjendur, ungt fólk og konur. Hver hópur glímir við sín sérstöku vandamál. Ungir atvinnuleitendur, sem ég geri hér að umtalsefni, eiga erfiðara með að mæta óvæntum útgjöldum en aðrir, hafa minna milli handana og búa við minna húsnæðisöryggi. Þau eiga líka erfiðara með að finna vinnu út af skorti á reynslu á vinnumarkaði. Yfir 42% ungra atvinnuleitenda segjast búa við slæma andlega heilsu og nær 60% hafa þurft að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu á síðasta hálfa ári. Allar viðvörunarbjöllur glymja, skammtímaáhrifin eru augljós og langtímaáhrifin gætu orðið alvarleg. Bág fjárhagsstaða og andleg vanlíðan eru þekktir fylgifiskar atvinnuleysis. En atvinnuleysi skilur eftir sig dýpri ör hjá ungu fólki - og getur haft áhrif á félagslega og efnahagslega stöðu þess til framtíðar: fólk sem upplifir atvinnuleysi ungt er oft einangraðra, seinna til að stofna fjölskyldu, því bjóðast færri atvinnutækifæri og það á á hættu að fá lægri laun síðar á atvinnuferlinum. Þetta er samfélagslegur vandi sem krefst bæði almennra og sértækra aðgerða stjórnvalda - en ríkisstjórnin hefur sýnt stöðu þessa unga fólks fullkomið fálæti. Tryggja þarf mun fleirum náms- og starfsþjálfunartækifæri, við þurfum að fjárfesta ríkulega í rannsóknum og nýsköpun og ráðast í stórhuga átaksverkefni sem skapa því atvinnu. Samfylkingin hefur þegar lagt fram tillögu um græna atvinnubyltingu - og hefur ein flokka lagt fram efnahagsáætlun fyrir árið sem gæti skapað allt að 7000 störf. En betur má ef duga skal og við munum halda áfram að leggja til lausnir í sögulegri atvinnukreppu með það að markmiði að lágmarka skaða fyrir fólk á meðan við glímum við veirufjandann, og tryggja öfluga, græna viðspyrnu þegar hann hefur verið sigraður. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun