Gekk fimm daga fram yfir og fær ekki fæðingarorlof Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. febrúar 2021 23:10 Stefan Lees, Vera Sjöfn Ólafsdóttir og sex vikna dóttir þeirra Ophelia Margrét Stefansdóttir. Aðsend mynd Vera Sjöfn Ólafsdóttir og Stefan Lees eignuðust sitt fyrsta barn í lok desember. Þau fluttu til landsins í sumar frá Englandi þar sem Vera lauk námi í júní. Hún gekk aftur á móti fimm daga fram yfir settan dag sem gerði það að verkum að hún á ekki rétt á fæðingarorlofsgreiðslum sem námsmaður. Þess í stað á hún rétt á um áttatíu þúsund krónum á mánuði í sex mánuði sem foreldri utan vinnumarkaðar. Það er um hundrað þúsund krónum minna á mánuði en hún fengi sem námsmaður. Stefan, sem er erlendur ríkisborgari en hefur unnið samfleytt hér á landi frá því í september, á ekki rétt á neinu orlofi. Sjálf sér Vera ekki fyrir sér að geta verið lengur heima með dóttur sinni en í þá sex mánuði sem hún á rétt á greiðslum úr sjóðnum. „Ég verð bara eins stutt og ég get. Auðvitað langar mig að vera í ár heima. Þetta er það besta sem ég hef gert í lífinu, að vera með henni. Þetta er yndislegt. En ég sé ekki fram á að ég geti verið lengur en í sex mánuði út af því að það er það mesta sem ég get fengið frá Fæðingarorlofssjóði og kærastinn minn fær ekki neitt,“ segir Vera í samtali við Vísi en hún ákvað að deila reynslu sinni eftir að hafa lesið fréttir af öðrum í sambærilegri stöðu. Parið ákvað að flytja til Íslands í sumar eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni. „Við ákveðum að koma til landsins og erum bæði komin með vinnu, við erum bæði kírópraktorar, en við fórum ekki að vinna fyrr en í september því þá byrjar samningurinn okkar,“ segir Vera. Sex mánuðir og fimm dagar Hún kláraði skólann í júní og sótti fljótlega um hjá Fæðingarorlofssjóði um fæðingarstyrk námsmanna. „Þetta var ennþá meira vesen til að byrja með út af því að ég var sett 24. desember og ég kláraði próf 19. maí en skólinn klárast ekki fyrr en 25. júní. Þá kemur fram hjá þeim hjá Fæðingarorlofssjóði, að af því að skólinn er með seinustu próf 19. maí að þá eigi ég ekki rétt á fæðingarorlofi námsmanna af því það eru þá meira en sex mánuðir á milli,“ útskýrir Vera. Hún hafi því þurft að fá staðfestingu frá skólanum um að námið hafi sannarlega staðið lengur en til 19. maí. Sú staðfesting náði loks í gegn en dugði þó ekki til. Hefði dóttir Veru komið í heiminn á settum degi, 24. desember, hefðu þannig verið liðnir innan við sex mánuðir frá því hún lauk námi. Þar sem dóttir hennar fæddist 30. desember voru liðnir sex mánuðir og fimm dagar frá því hún lauk námi. Í millitíðinni, frá september og fram í desember, vann Vera sem sjálfstætt starfandi kírópraktor, en það dugar ekki til þess að eiga rétt á fullu fæðingarorlofi miðað við einstakling á vinnumarkaði. Til þess þarf að hafa starfað samfleytt í sex mánuði. „En ég hafði engin réttindi eða neitt svoleiðis til að vinna sem kírópraktor þannig ég hefði ekki komist inn á vinnumarkað fyrr en að ég var búin að fá út úr prófunum, þannig að það er annar handleggur á þessu,“ segir Vera. Þá telur hún kaldhæðnislegt, að ef hún hefði fallið í prófunum og tekið endurtektarpróf í ágúst, hefði hún sennilega ekki lent í þessum vandræðum. Reyndi allt til að ná henni út „Með fyrsta barn, það er algengast að ganga einhverja daga fram yfir. Það er bara mjög óalgengt að það komi fyrir eða á settum degi þannig að þetta var alveg þvílíkt stress í kringum síðustu vikuna í desember að reyna allt til þess að ná henni út. Ég fékk ekki einu sinni að njóta þess að klára óléttuna og eignast barnið á þægilegan hátt því að þetta var svo mikið stress,“ útskýrir Vera. Hver dagur hafi skipt máli upp á fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar enda þótt ekki væri um háar upphæðir að ræða. Hún á líkt og áður segir rétt á áttatíu þúsund krónum saman borið við um það bil 180 þúsund krónur, hefði hún átt rétt á fæðingarstyrk námsmanna. „Þetta er ekkert mikið, þetta dugar ekki fyrir leigu og reikningum, alls ekki. En það munar samt sem áður rosalega miklu.“ Faðirinn tók fimm daga í frí og fór svo aftur að vinna Vera segir miður að kærastinn hennar eigi ekki heldur rétt á fæðingarorlofi en líkt og Vera starfar hann sem sjálfstætt starfandi kírópraktor. „Hann er breskur en er kominn inn í íslenska kerfið og búinn að vera með íslenska kennitölu í einhver ár. Þá er Fæðingarorlofssjóður líka að setja einhverja pressu á að hann sé að skila einhverjum gögnum sem að eru ekki notuð lengur,“ útskýrir Vera. „Í desember er hann að vinna ótrúlega mikið til þess að halda okkur á floti og hún er fædd 30. desember sem er miðvikudagur. Síðan kemur 31. og síðan kemur helgi, þannig að fæðingarorlofið sem hann gat tekið voru þessir dagar, þessir fimm dagar. Hann er mættur síðan aftur í vinnu á mánudeginum eftir áramót,“ bætir hún við. Þá segir hún að kórónuveirufaraldurinn ennfremur sett strik í reikninginn. „Stefan kærastinn minn er að koma erlendis frá, erlendur ríkisborgari, þá verður þú að byrja að vinna á íslenskum vinnumarkaði innan tveggja vikna frá því þú kemur til landsins til þess að fá einhver réttindi. En vegna kórónuveirunnar þá ertu skikkaður í tveggja vikna sóttkví þannig það var ekki einu sinni hægt að byrja að vinna innan tveggja vikna.“ Engar greiðslur á meðan málið er í kæruferli Vera segir stöðuna erfiða, en ekki aðeins af fjárhagslegum ástæðum. „Hann fær ekkert að njóta þess að vera með okkur og að vera með henni. Mér finnst þetta líka vera hver er réttur hennar, hver er réttur barnsins? Þetta snýst ekki bara um að við fáum að slaka á, fæðingarorlof er ekkert orlof. Þetta er ekki frí. Þannig ég hef hugsað á hún ekki rétt á að hafa pabba sinn og kynnast pabba sínum, ekki bara mér,“ segir Vera. Henni þykir ýmislegt mega betur fara í kerfinu. Til að mynda berist svör frá sjóðnum bæði hægt og illa. „Maður sækir um þetta og svo kemur þetta allt í einu þegar maður er að fara að reyna að slaka á og undirbúa sig, bæði líkamlega og andleg fyrir fæðingu, þá koma þessi svör. Af hverju er þetta ekki komið fyrr?“ spyr Vera. Hún segist jafnframt hafa leitað til félagsþjónustu borgarinnar sem hafi leiðbeint henni í gegnum ferlið. Þau hafi aftur á móti ekki átt rétt á félagslegri fjárhagsaðstoð frá borginni. „Mér finnst að þetta þurfi bara að vera mannlegra. Þetta er svo mikil stofnun, þetta er svo ferkantað. Í fyrsta lagi, ég geng þarna fimm daga fram yfir og það munar bara svo ótrúlega miklu. Hvernig geta þau sett þessa pressu á að fólk þurfi að vera búið að fæða barnið á X tíma,“ segir Vera en hún hefur kært ákvörðun stofnunarinnar til velferðarsviðs. Á meðan málið er í ferli hefur hún ekki fengið neitt greitt út úr sjóðnum. Biðlistarnir svakalegir Líkt og áður segir gerir Vera ráð fyrir að þurfa að fara aftur út á vinnumarkaðinn í sumar. Þá er enn einn vandinn óleystur; daggæsla fyrir dóttur hennar. „Við erum byrjuð að pæla í því og það eina sem við getum gert er að sækja um hjá dagmömmu eða á einkareknum leikskólum,“ segir Vera. Hún gerir sér þó ekki sérlega miklar vonir um að fá strax pláss fyrir dóttur sína, enda sé barist um plássin. „Ég er alveg búin að heyra sögur um að ef þú ætlar að sækja um á einkareknum leikskólum sem að taka svona pínulítil þá þarf að koma með mútur, þú þarft að koma með gjafir og svoleiðis til að fá inn. Sem er náttúrlega alveg fáránlegt,“ segir Vera. „Biðlistarnir eru svakalegir. Við bara bjuggumst ekki við að vera í þessari stöðu.“ Hún kveðst afar þakklát fyrir baklandið sitt á Íslandi sem hafi reynst þeim afar vel. „Við erum rosalega heppin. Bæði mamma og pabbi eru búin að hjálpa okkur ótrúlega mikið en það er ekki rétt að maður eigi bara algjörlega að stóla á það. Maður vill standa á sínum eigin fótum með sitt fyrsta barn. Þetta er þitt,“ segir Vera. Tekur mikið á andlegu hliðina Hún telur ljóst að staðan hafi orðið þess valdandi að fyrir vikið hafi þeim ekki tekist að njóta þess á sama hátt og ella að vera nýbakaðir foreldrar. „Það er svo margt sem að maður er búinn að vera stressaður yfir og gráta yfir á kvöldin í stað þess að geta bara notið þess og notið tímans með barninu og allt þetta nýja sem er að gerast, þetta tekur andlega svo svakalega á,“ útskýrir Vera. „Og bara þetta litla, eins og að þurfa að ákveða á ég að kaupa þetta eða á ég að kaupa hitt í matinn. Þetta er ömurlegt. En við erum rosalega heppin eins og með foreldra mína, við förum í mat til þeirra alveg oft í viku þannig það hjálpar. En ég vil ekki vera bara í því að stóla á foreldra mína í þessu atriði. Maður vill geta staðið á sínum eigin fótum.“ Börn og uppeldi Félagsmál Reykjavík Fæðingarorlof Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Sjálf sér Vera ekki fyrir sér að geta verið lengur heima með dóttur sinni en í þá sex mánuði sem hún á rétt á greiðslum úr sjóðnum. „Ég verð bara eins stutt og ég get. Auðvitað langar mig að vera í ár heima. Þetta er það besta sem ég hef gert í lífinu, að vera með henni. Þetta er yndislegt. En ég sé ekki fram á að ég geti verið lengur en í sex mánuði út af því að það er það mesta sem ég get fengið frá Fæðingarorlofssjóði og kærastinn minn fær ekki neitt,“ segir Vera í samtali við Vísi en hún ákvað að deila reynslu sinni eftir að hafa lesið fréttir af öðrum í sambærilegri stöðu. Parið ákvað að flytja til Íslands í sumar eftir að þau komust að því að þau ættu von á barni. „Við ákveðum að koma til landsins og erum bæði komin með vinnu, við erum bæði kírópraktorar, en við fórum ekki að vinna fyrr en í september því þá byrjar samningurinn okkar,“ segir Vera. Sex mánuðir og fimm dagar Hún kláraði skólann í júní og sótti fljótlega um hjá Fæðingarorlofssjóði um fæðingarstyrk námsmanna. „Þetta var ennþá meira vesen til að byrja með út af því að ég var sett 24. desember og ég kláraði próf 19. maí en skólinn klárast ekki fyrr en 25. júní. Þá kemur fram hjá þeim hjá Fæðingarorlofssjóði, að af því að skólinn er með seinustu próf 19. maí að þá eigi ég ekki rétt á fæðingarorlofi námsmanna af því það eru þá meira en sex mánuðir á milli,“ útskýrir Vera. Hún hafi því þurft að fá staðfestingu frá skólanum um að námið hafi sannarlega staðið lengur en til 19. maí. Sú staðfesting náði loks í gegn en dugði þó ekki til. Hefði dóttir Veru komið í heiminn á settum degi, 24. desember, hefðu þannig verið liðnir innan við sex mánuðir frá því hún lauk námi. Þar sem dóttir hennar fæddist 30. desember voru liðnir sex mánuðir og fimm dagar frá því hún lauk námi. Í millitíðinni, frá september og fram í desember, vann Vera sem sjálfstætt starfandi kírópraktor, en það dugar ekki til þess að eiga rétt á fullu fæðingarorlofi miðað við einstakling á vinnumarkaði. Til þess þarf að hafa starfað samfleytt í sex mánuði. „En ég hafði engin réttindi eða neitt svoleiðis til að vinna sem kírópraktor þannig ég hefði ekki komist inn á vinnumarkað fyrr en að ég var búin að fá út úr prófunum, þannig að það er annar handleggur á þessu,“ segir Vera. Þá telur hún kaldhæðnislegt, að ef hún hefði fallið í prófunum og tekið endurtektarpróf í ágúst, hefði hún sennilega ekki lent í þessum vandræðum. Reyndi allt til að ná henni út „Með fyrsta barn, það er algengast að ganga einhverja daga fram yfir. Það er bara mjög óalgengt að það komi fyrir eða á settum degi þannig að þetta var alveg þvílíkt stress í kringum síðustu vikuna í desember að reyna allt til þess að ná henni út. Ég fékk ekki einu sinni að njóta þess að klára óléttuna og eignast barnið á þægilegan hátt því að þetta var svo mikið stress,“ útskýrir Vera. Hver dagur hafi skipt máli upp á fjárhagslega afkomu fjölskyldunnar enda þótt ekki væri um háar upphæðir að ræða. Hún á líkt og áður segir rétt á áttatíu þúsund krónum saman borið við um það bil 180 þúsund krónur, hefði hún átt rétt á fæðingarstyrk námsmanna. „Þetta er ekkert mikið, þetta dugar ekki fyrir leigu og reikningum, alls ekki. En það munar samt sem áður rosalega miklu.“ Faðirinn tók fimm daga í frí og fór svo aftur að vinna Vera segir miður að kærastinn hennar eigi ekki heldur rétt á fæðingarorlofi en líkt og Vera starfar hann sem sjálfstætt starfandi kírópraktor. „Hann er breskur en er kominn inn í íslenska kerfið og búinn að vera með íslenska kennitölu í einhver ár. Þá er Fæðingarorlofssjóður líka að setja einhverja pressu á að hann sé að skila einhverjum gögnum sem að eru ekki notuð lengur,“ útskýrir Vera. „Í desember er hann að vinna ótrúlega mikið til þess að halda okkur á floti og hún er fædd 30. desember sem er miðvikudagur. Síðan kemur 31. og síðan kemur helgi, þannig að fæðingarorlofið sem hann gat tekið voru þessir dagar, þessir fimm dagar. Hann er mættur síðan aftur í vinnu á mánudeginum eftir áramót,“ bætir hún við. Þá segir hún að kórónuveirufaraldurinn ennfremur sett strik í reikninginn. „Stefan kærastinn minn er að koma erlendis frá, erlendur ríkisborgari, þá verður þú að byrja að vinna á íslenskum vinnumarkaði innan tveggja vikna frá því þú kemur til landsins til þess að fá einhver réttindi. En vegna kórónuveirunnar þá ertu skikkaður í tveggja vikna sóttkví þannig það var ekki einu sinni hægt að byrja að vinna innan tveggja vikna.“ Engar greiðslur á meðan málið er í kæruferli Vera segir stöðuna erfiða, en ekki aðeins af fjárhagslegum ástæðum. „Hann fær ekkert að njóta þess að vera með okkur og að vera með henni. Mér finnst þetta líka vera hver er réttur hennar, hver er réttur barnsins? Þetta snýst ekki bara um að við fáum að slaka á, fæðingarorlof er ekkert orlof. Þetta er ekki frí. Þannig ég hef hugsað á hún ekki rétt á að hafa pabba sinn og kynnast pabba sínum, ekki bara mér,“ segir Vera. Henni þykir ýmislegt mega betur fara í kerfinu. Til að mynda berist svör frá sjóðnum bæði hægt og illa. „Maður sækir um þetta og svo kemur þetta allt í einu þegar maður er að fara að reyna að slaka á og undirbúa sig, bæði líkamlega og andleg fyrir fæðingu, þá koma þessi svör. Af hverju er þetta ekki komið fyrr?“ spyr Vera. Hún segist jafnframt hafa leitað til félagsþjónustu borgarinnar sem hafi leiðbeint henni í gegnum ferlið. Þau hafi aftur á móti ekki átt rétt á félagslegri fjárhagsaðstoð frá borginni. „Mér finnst að þetta þurfi bara að vera mannlegra. Þetta er svo mikil stofnun, þetta er svo ferkantað. Í fyrsta lagi, ég geng þarna fimm daga fram yfir og það munar bara svo ótrúlega miklu. Hvernig geta þau sett þessa pressu á að fólk þurfi að vera búið að fæða barnið á X tíma,“ segir Vera en hún hefur kært ákvörðun stofnunarinnar til velferðarsviðs. Á meðan málið er í ferli hefur hún ekki fengið neitt greitt út úr sjóðnum. Biðlistarnir svakalegir Líkt og áður segir gerir Vera ráð fyrir að þurfa að fara aftur út á vinnumarkaðinn í sumar. Þá er enn einn vandinn óleystur; daggæsla fyrir dóttur hennar. „Við erum byrjuð að pæla í því og það eina sem við getum gert er að sækja um hjá dagmömmu eða á einkareknum leikskólum,“ segir Vera. Hún gerir sér þó ekki sérlega miklar vonir um að fá strax pláss fyrir dóttur sína, enda sé barist um plássin. „Ég er alveg búin að heyra sögur um að ef þú ætlar að sækja um á einkareknum leikskólum sem að taka svona pínulítil þá þarf að koma með mútur, þú þarft að koma með gjafir og svoleiðis til að fá inn. Sem er náttúrlega alveg fáránlegt,“ segir Vera. „Biðlistarnir eru svakalegir. Við bara bjuggumst ekki við að vera í þessari stöðu.“ Hún kveðst afar þakklát fyrir baklandið sitt á Íslandi sem hafi reynst þeim afar vel. „Við erum rosalega heppin. Bæði mamma og pabbi eru búin að hjálpa okkur ótrúlega mikið en það er ekki rétt að maður eigi bara algjörlega að stóla á það. Maður vill standa á sínum eigin fótum með sitt fyrsta barn. Þetta er þitt,“ segir Vera. Tekur mikið á andlegu hliðina Hún telur ljóst að staðan hafi orðið þess valdandi að fyrir vikið hafi þeim ekki tekist að njóta þess á sama hátt og ella að vera nýbakaðir foreldrar. „Það er svo margt sem að maður er búinn að vera stressaður yfir og gráta yfir á kvöldin í stað þess að geta bara notið þess og notið tímans með barninu og allt þetta nýja sem er að gerast, þetta tekur andlega svo svakalega á,“ útskýrir Vera. „Og bara þetta litla, eins og að þurfa að ákveða á ég að kaupa þetta eða á ég að kaupa hitt í matinn. Þetta er ömurlegt. En við erum rosalega heppin eins og með foreldra mína, við förum í mat til þeirra alveg oft í viku þannig það hjálpar. En ég vil ekki vera bara í því að stóla á foreldra mína í þessu atriði. Maður vill geta staðið á sínum eigin fótum.“
Börn og uppeldi Félagsmál Reykjavík Fæðingarorlof Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira