Samkeppniseftirlitið og landbúnaður Erna Bjarnadóttir skrifar 15. febrúar 2021 11:31 Þann 11. febrúar sl. gekkst Félag atvinnurekenda fyrir rafrænum fundi um samkeppnismál. Þar fór forstjóri Samkeppniseftirlitsins um víðan völl. Í fyrirsögn fréttar Viðskiptablaðsins um fundinn segir að forstjórinn hafi skotið á „Boga Nils og hagsmunasamtök“. Í fréttinni kom m.a. fram að forstjórinn hefði talið samkeppni lausn við öllum vanda í heimskreppu (þ.m.t. í flugrekstri) og að nú heyrðist hærra í verndunarsinnum (þ.m.t. hagsmunasamtökum bænda). Íslenskur samkeppnisréttur er evrópskur samkeppnisréttur Við mat á yfirlýsingum forstjóra Samkeppniseftirlitsins er mikilvægt að meðtaka að hann er yfirmaður samkeppnismála á Íslandi. Samkeppniseftirlitið annast framkvæmd samkeppnislaga nr. 44/2005. Þessi lög er að finna í íslensku lagasafni vegna áhrifa evrópsks réttar á íslenskan rétt. Með aðild Íslands að EES-samningnum voru innleiddar fjölmargar lagabreytingar en samþykkt samkeppnislaga nr. 8/1993 var ein þeirra. Allar meginreglur samkeppnisréttarins hér á landi má með einum eða öðrum hætti rekja til meginlands Evrópu og má sjá þess stað í stjórnsýslu Samkeppniseftirlitsins. Sérfræðingar á þessu sviði hafa tjáð mér að þegar Samkeppniseftirlitið metur áhrif einstakra samninga hér á landi, er oft og tíðum vísað til fordæma úr evrópskum samkeppnisrétti í stjórnsýslu þess. Af þessari ástæðu hljóta yfirlýsingar forstjóra Samkeppniseftirlitsins að vekja athygli, einkum þegar hann talar um verndarstefnu og nefnir hagsmunasamtök bænda sérstaklega í því sambandi. Yfirlýsingar Samkeppniseftirlits um íslenskan landbúnað Af frétt Viðskiptablaðsins að dæma taldi forstjórinn að verndarstefna væri að skjóta rótum í heimsfaraldri og minntist hann í því sambandi á breytt fyrirkomulag á útboði tollkvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá ESB og aðgerða sem nefndar hafa verið til að bæta rekstur kjötafurðastöðva. Í erindi sem Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Innnesi hélt á sama fundi, var jafnvel gengið svo langt að tala um að tekin hefði verið ákvörðun um hækkun útboðsgjalds. Slíkt á vitanlega ekki við rök að styðjast og hef ég farið yfir það í annarri grein. Sjá einnig: Skinkuskákin í Kringlunni Á undanförnum misserum hefur farið fram margvísleg vinna þar sem rekstrarskilyrði íslensks landbúnaðar eru borin saman við rekstrarskilyrði landbúnaðar í Noregi og ESB. Þar má nefna skýrslu Lagastofnunar HÍ sem var unnin fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Niðurstaða þessarar vinnu hefur leitt í ljós að víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum gilda fyrir framleiðendur landbúnaðarvara í Noregi og innan ESB. Samkvæmt 3. gr. norsku samkeppnislaganna frá 2004 getur konungur með reglugerð innleitt undanþágu frá 10.-11. gr. laganna sem er nauðsynleg til að útfæra norsku landbúnaðarstefnuna. Á þessum grundvelli eru norskir bændur og hagsmunasamtök þeirra undanþegnir gildissviði norskra samkeppnislaga. Mun lengra er gengið innan ESB. Í 42. gr. Lissabonsáttmálans er fjallað um landbúnað og tiltekið að samkeppnisreglur gildi um hann að því marki sem ákveðið er af Ráðinu og framkvæmdastjórn ESB. Þetta er útfært nánar í reglugerð EB nr. 1308/2013 um sameiginlegt markaðskerfi með landbúnaðarvörur. Í reglugerðinni er að finna víðtækar undanþágur fyrir bændur og samtök þeirra frá samkeppnisreglum ESB. Þar er byggt á því að sameiginlegt markaðsstarf bænda sé mikilvægt þar sem það bætir markaðssetningu, áætlanagerð, aðlögun framboðs að eftirspurn, stuðlar að hagræðingu o.m.fl. Á þessum grundvelli gilda undanþágur m.a. fyrir framleiðendur mjólkur, kjöts og grænmetis. Í 209. gr. reglugerðarinnar segir í lauslegri þýðingu: Ákvæði 101. gr. gilda ekki um samninga, ákvarðanir og samstilltar aðgerðir bænda, bændasamtaka [...] sem varða framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum eða notkun sameiginlegrar aðstöðu til geymslu, meðhöndlunar eða vinnslu á landbúnaðarafurðum, nema þegar það stofnar markmiðum 39. gr. sáttmálans í hættu. Þessar undanþágur frá samkeppnisreglum eru taldar nauðsynlegar til að framkvæma landbúnaðarstefnu ESB og koma til viðbótar við annan stuðning til bænda á grundvelli sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar (CAP). Ef undanþágur gilda í Noregi og ESB – af hverju ekki á Íslandi? Eftirfarandi spurning vaknar þegar hlýtt er á yfirlýsingar forstjórans um hagsmunabaráttu bænda: Ef undanþágur frá samkeppnisreglum gilda fyrir bændur í Noregi og ESB – af hverju geta slíkar undanþágur ekki gilt á Íslandi? Svarið er einfalt. Undanþágur geta gilt á Íslandi ef löggjafinn ákveður að undanþágur skuli gilda til að framkvæma íslenska landbúnaðarstefnu. Það er þó alvarlegra að forstjóri Samkeppniseftirlitsins tekur í málflutningi sínum á opinberum vettvangi ekki tillit til þessara atriða. Þess í stað er því haldið fram að hagsmunasamtök hugsi til skamms tíma og að nauðsynlegt sé að líta til „annarra þjóða og árangurs þeirra“. En hvað ef aðrar þjóðir – helstu viðskiptalönd Íslands – hafa einmitt í gildi undanþágur frá samkeppnislögum fyrir bændur og samtök þeirra? Af hverju ekki taka upp slíkar undanþágur hér á landi þannig að íslenskur landbúnaður geti keppt – eða a.m.k. reynt að keppa – við innfluttar landbúnaðarvörur? Niðurlag Í niðurlagi erindis forstjórans á fyrrnefndum fundi, birtist svo rúsínan í pylsuendanum: „Þið þekkið á eigin skinni að hindranir af hálfu stjórnvalda eða stærri fyrirtækja geta dregið úr ykkur kraftinn. Að mínu mati þurfa stjórnvöld að gera meira af því að hlusta á ykkar reynslu.“ Þarna var talað beint til Félags atvinnurekenda. Jæja, Páll Gunnar, hlustaðu nú: Reynsla bænda er að þeir geti ekki keppt við erlendar innfluttar landbúnaðarvörur. Bændur hafa kynnt sér norskar og evrópskar reglur sem gilda um landbúnað og sjá að þar gilda víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum. Vinsamlegast svaraðu frekar spurningunni sem blasir við: Hvaða skuldbindingar Íslands að EES-rétti gera það að verkum að undanþágur geta ekki gilt frá samkeppnislögum á Íslandi fyrir landbúnað ef slíkar undanþágur gilda í Noregi og ESB? Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þann 11. febrúar sl. gekkst Félag atvinnurekenda fyrir rafrænum fundi um samkeppnismál. Þar fór forstjóri Samkeppniseftirlitsins um víðan völl. Í fyrirsögn fréttar Viðskiptablaðsins um fundinn segir að forstjórinn hafi skotið á „Boga Nils og hagsmunasamtök“. Í fréttinni kom m.a. fram að forstjórinn hefði talið samkeppni lausn við öllum vanda í heimskreppu (þ.m.t. í flugrekstri) og að nú heyrðist hærra í verndunarsinnum (þ.m.t. hagsmunasamtökum bænda). Íslenskur samkeppnisréttur er evrópskur samkeppnisréttur Við mat á yfirlýsingum forstjóra Samkeppniseftirlitsins er mikilvægt að meðtaka að hann er yfirmaður samkeppnismála á Íslandi. Samkeppniseftirlitið annast framkvæmd samkeppnislaga nr. 44/2005. Þessi lög er að finna í íslensku lagasafni vegna áhrifa evrópsks réttar á íslenskan rétt. Með aðild Íslands að EES-samningnum voru innleiddar fjölmargar lagabreytingar en samþykkt samkeppnislaga nr. 8/1993 var ein þeirra. Allar meginreglur samkeppnisréttarins hér á landi má með einum eða öðrum hætti rekja til meginlands Evrópu og má sjá þess stað í stjórnsýslu Samkeppniseftirlitsins. Sérfræðingar á þessu sviði hafa tjáð mér að þegar Samkeppniseftirlitið metur áhrif einstakra samninga hér á landi, er oft og tíðum vísað til fordæma úr evrópskum samkeppnisrétti í stjórnsýslu þess. Af þessari ástæðu hljóta yfirlýsingar forstjóra Samkeppniseftirlitsins að vekja athygli, einkum þegar hann talar um verndarstefnu og nefnir hagsmunasamtök bænda sérstaklega í því sambandi. Yfirlýsingar Samkeppniseftirlits um íslenskan landbúnað Af frétt Viðskiptablaðsins að dæma taldi forstjórinn að verndarstefna væri að skjóta rótum í heimsfaraldri og minntist hann í því sambandi á breytt fyrirkomulag á útboði tollkvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá ESB og aðgerða sem nefndar hafa verið til að bæta rekstur kjötafurðastöðva. Í erindi sem Leifur Örn Leifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs hjá Innnesi hélt á sama fundi, var jafnvel gengið svo langt að tala um að tekin hefði verið ákvörðun um hækkun útboðsgjalds. Slíkt á vitanlega ekki við rök að styðjast og hef ég farið yfir það í annarri grein. Sjá einnig: Skinkuskákin í Kringlunni Á undanförnum misserum hefur farið fram margvísleg vinna þar sem rekstrarskilyrði íslensks landbúnaðar eru borin saman við rekstrarskilyrði landbúnaðar í Noregi og ESB. Þar má nefna skýrslu Lagastofnunar HÍ sem var unnin fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Niðurstaða þessarar vinnu hefur leitt í ljós að víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum gilda fyrir framleiðendur landbúnaðarvara í Noregi og innan ESB. Samkvæmt 3. gr. norsku samkeppnislaganna frá 2004 getur konungur með reglugerð innleitt undanþágu frá 10.-11. gr. laganna sem er nauðsynleg til að útfæra norsku landbúnaðarstefnuna. Á þessum grundvelli eru norskir bændur og hagsmunasamtök þeirra undanþegnir gildissviði norskra samkeppnislaga. Mun lengra er gengið innan ESB. Í 42. gr. Lissabonsáttmálans er fjallað um landbúnað og tiltekið að samkeppnisreglur gildi um hann að því marki sem ákveðið er af Ráðinu og framkvæmdastjórn ESB. Þetta er útfært nánar í reglugerð EB nr. 1308/2013 um sameiginlegt markaðskerfi með landbúnaðarvörur. Í reglugerðinni er að finna víðtækar undanþágur fyrir bændur og samtök þeirra frá samkeppnisreglum ESB. Þar er byggt á því að sameiginlegt markaðsstarf bænda sé mikilvægt þar sem það bætir markaðssetningu, áætlanagerð, aðlögun framboðs að eftirspurn, stuðlar að hagræðingu o.m.fl. Á þessum grundvelli gilda undanþágur m.a. fyrir framleiðendur mjólkur, kjöts og grænmetis. Í 209. gr. reglugerðarinnar segir í lauslegri þýðingu: Ákvæði 101. gr. gilda ekki um samninga, ákvarðanir og samstilltar aðgerðir bænda, bændasamtaka [...] sem varða framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum eða notkun sameiginlegrar aðstöðu til geymslu, meðhöndlunar eða vinnslu á landbúnaðarafurðum, nema þegar það stofnar markmiðum 39. gr. sáttmálans í hættu. Þessar undanþágur frá samkeppnisreglum eru taldar nauðsynlegar til að framkvæma landbúnaðarstefnu ESB og koma til viðbótar við annan stuðning til bænda á grundvelli sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar (CAP). Ef undanþágur gilda í Noregi og ESB – af hverju ekki á Íslandi? Eftirfarandi spurning vaknar þegar hlýtt er á yfirlýsingar forstjórans um hagsmunabaráttu bænda: Ef undanþágur frá samkeppnisreglum gilda fyrir bændur í Noregi og ESB – af hverju geta slíkar undanþágur ekki gilt á Íslandi? Svarið er einfalt. Undanþágur geta gilt á Íslandi ef löggjafinn ákveður að undanþágur skuli gilda til að framkvæma íslenska landbúnaðarstefnu. Það er þó alvarlegra að forstjóri Samkeppniseftirlitsins tekur í málflutningi sínum á opinberum vettvangi ekki tillit til þessara atriða. Þess í stað er því haldið fram að hagsmunasamtök hugsi til skamms tíma og að nauðsynlegt sé að líta til „annarra þjóða og árangurs þeirra“. En hvað ef aðrar þjóðir – helstu viðskiptalönd Íslands – hafa einmitt í gildi undanþágur frá samkeppnislögum fyrir bændur og samtök þeirra? Af hverju ekki taka upp slíkar undanþágur hér á landi þannig að íslenskur landbúnaður geti keppt – eða a.m.k. reynt að keppa – við innfluttar landbúnaðarvörur? Niðurlag Í niðurlagi erindis forstjórans á fyrrnefndum fundi, birtist svo rúsínan í pylsuendanum: „Þið þekkið á eigin skinni að hindranir af hálfu stjórnvalda eða stærri fyrirtækja geta dregið úr ykkur kraftinn. Að mínu mati þurfa stjórnvöld að gera meira af því að hlusta á ykkar reynslu.“ Þarna var talað beint til Félags atvinnurekenda. Jæja, Páll Gunnar, hlustaðu nú: Reynsla bænda er að þeir geti ekki keppt við erlendar innfluttar landbúnaðarvörur. Bændur hafa kynnt sér norskar og evrópskar reglur sem gilda um landbúnað og sjá að þar gilda víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum. Vinsamlegast svaraðu frekar spurningunni sem blasir við: Hvaða skuldbindingar Íslands að EES-rétti gera það að verkum að undanþágur geta ekki gilt frá samkeppnislögum á Íslandi fyrir landbúnað ef slíkar undanþágur gilda í Noregi og ESB? Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun