Slysið átti sér stað í Sidhi í Madhya Pradesh. Alls voru 46 manns í rútunni, en rútan ku hafa verið yfirfull þegar slysið átti sér stað.
Rútubílstjórinn er sagður hafa misst stjórn á rútunni eftir að hafa rekist í vegrið, en yfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á slysinu.
Rúmlega 110 þúsund manns láta lífið í umferðarslysi á Indlandi á ári hverju.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir í yfirlýsingu slysið var hræðilegt og vottar hann aðstandendum látinna samúð.
Bus accident in MP s Sidhi is horrific. Condolences to the bereaved families. The local administration is actively involved in rescue and relief work: PM @narendramodi
— PMO India (@PMOIndia) February 16, 2021