Lögmæti framboðs Orra dregið í efa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2021 14:01 Orri Hlöðversson, formaður Breiðabliks í viðtali. vísir/skjáskot Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti eru hagsmunasamtök knattspyrnufélaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna á Íslandi. Samtökin halda aðalfund á morgun þar sem Víkingurinn Haraldur Haraldsson lætur af embætti formanns eftir fjögurra ára starf. Formaður ÍTF situr jafnframt í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Útlit var fyrir að Geir og Orri, sem hefur lengi starfað fyrir Breiðablik og er jafnframt forstjóri Frumherja hf., myndu berjast um þau 27 atkvæði sem í boði eru á morgun. Fyrst þarf þó að fá botn í mál sem veldur titringi í knattspyrnuhreyfingunni. Einn viðmælenda Vísis orðaði það þannig að yrði Orri kjörinn formaður á morgun væru forsendur fyrir áframhaldandi starfi samtakanna brostnar. Samkvæmt sáttmála aðildarfélaga ÍTF má í mesta lagi einn fulltrúi frá hverju félagi sitja í stjórn samtakanna hverju sinni. Hvert aðildarfélag getur boðið fram einn fulltrúa í stjórn og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn. Auk formanns sitja sex í stjórn og er Helgi Aðalsteinsson úr Breiðabliki einn þeirra, eftir að hafa verið kosinn í fyrra, og ætti hann því að sitja eitt ár í viðbót hið minnsta. Málið tekið fyrir á aðalfundi á morgun Orri er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks og getur því ekki setið í stjórn á sama tíma og Helgi. Miðað við minnisblað eins lögfræðings, sem stjórn ÍTF kallaði eftir og Vísir hefur undir höndum, myndi ekki heldur ganga upp að Orri byði sig fram með fyrirvara um að Helgi myndi víkja sæti, eins og Blikar hafa lagt upp með. Er í minnisblaðinu til að mynda bent á að í því fælist ósanngirni fyrir önnur félög sem fyrir eigi fulltrúa í stjórn, sem skilji reglurnar þannig að það hafi engan tilgang að bjóða fram annan fulltrúa félagsins í stjórn eða til formanns. Það er hins vegar mat Orra og Haraldar, fráfarandi formanns ÍTF, að málið sé ekki svo einfalt. Haraldur segir við Vísi að niðurstaðan úr samræðum og minnispunktum frá lögfræðingum sé sú að taka verði málið fyrir á aðalfundinum á morgun og fá úr því skorið hvað sé rétt að gera. Það sé aðalfundurinn sem fari með æðsta vald samtakanna, eins og fram kemur í 5. grein samþykkta og sáttmála aðildarfélaga ÍTF. Úr samþykktum og sáttamála aðildarfélaga ÍTF.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira