Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 11:52 Frá gistiskýli Reykjavíkurborgar við Lindargötu. Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“ Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma og samkvæmt henni geta sveitarfélög sótt um leyfi fyrir rekstrinum hjá embætti landlæknis. Í reglugerðinni er bráðabirgðaákvæði um að bíl Frú Ragnheiðar megi nýta sem neyslurými og sagði Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra starfseminnar, í samtali við fréttastofu í gær að það kæmi til greina þegar nýr bíll verður tekinn í notkun. Þannig megi nýta þann eldri. Elísabet sagði í gær að fjöldi dauðsfalla á liðnu ári vegna ofskömmtunar fíkniefna væru harkaleg áminning um þörfina fyrir úrræðið. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist það síðast í fyrradag að einstaklingur lést í gistiskýli borgarinnar vegna ofskömmtunar. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, hallast fremur að því að finna rýminu staðsetningu miðsvæðis en í bifreið. „Við höfum frekar séð þetta fyrir okkur nálægt einhverjum stað þar sem fólkið sem við erum að þjónusta heldur sig, eða á leið fram hjá. Og helst þannig að fólk viti hvar er hægt að nálgast þessa þjónustu.“ Gistiskýli borgarinnar gætu þar komið til greina. „Það eru gallar við að nýta gistiskýli. Það getur virkað fráhrindandi fyrir þá sem ekki eru að sækja þjónustu þangað en getur þó verið kostur fyrir þá sem sækja þjónustuna þar. Þannig við erum bara hreinlega að skoða hvort það sé möguleiki að opna bara minna neyslurými þar inni. Fagfólkið okkar er að meta það núna.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Einar Enn þurfi þó að leysa úr fjármögnun í samstarfi við ríkið. Hún gerir ráð fyrir að reksturinn muni kosta einhverja tugi milljóna á ári og er ekki viss hversu háa fjárhæð ríkið hafi eyrnamerkt rekstrinum. „Hjá ráðuneytinu sá ég einhvern tímann talað um fimm milljónir, en það kemur hvergi alveg opinberlega fram. Ég hefði gjarnan viljað að þetta væri augljósara.“ Samkvæmt lögum og ávana- og fíkniefni er sveitarfélagi, sem hefur fengið leyfi til rekstursins, heimilt að gera samkomulag um að lögregla grípi ekki til aðgerða gegn notendum á tilteknu svæði í kringum húsnæðið. Heiða Björg segir að þetta þurfi að skoða og bætir við að samþykkt á frumvarpi heilbrigðisráðhera um afglæpavæðingu neysluskammta myndi tryggja öryggi starfsfólks og notenda. „Og gera okkur þetta auðveldara þannig að enginn vafi leiki á því að það sé löglegt að þarna sé fólk að nota vímuefni og sé með vímuefni fyrir sig.“
Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira