Barb and Star go to Vista Del Mar: Gjörsamlega misheppnað frí Heiðar Sumarliðason skrifar 18. febrúar 2021 15:47 Barb og Star mættar til Flórída. Kvikmyndin Barb and Star go to Vista Del Mar var frumsýnd í kvikmyndahúsum hérlendis fyrir viku síðan. Þar fara gamanleikkonurnar Kristen Wiig og Annie Mumolo með hlutverk tveggja miðaldra vinkvenna frá Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem fara í frí til Flórída og „hilarity ensues,“ eða þannig. Það hefur viljað loða við leikara sem koma upp í gegnum improv-senuna að telja sig geta fært það form yfir á kvikmyndina án hnökra. Þetta getur verið æði vandasamt þar sem improv er háð því að vera flutt lifandi í viðurvist áhorfenda. Þar veit enginn hvað mun gerast, hvorki leikararnir né þeir sem komnir eru til að horfa á. Þetta er einmitt fegurðin við spunaformið, sem er háð þessari hættu og spennu, að allt geti farið úrskeiðis og að enginn viti hvað mun gerast. Það er því ekki hægt að flytja þennan stíl yfir á kvikmyndaformið án þess að hafa mjög sterkan skilning á grundvallaratriðum handritaskrifa. Til að þessi yfirfærsla virki þarf mjög skýran dramatúrgískan strúktúr til að vinna innan. Vandinn sem steðjar að kvikmyndinni um Barb and Star er hana skortir skortir algjörlega skýra og áhugaverða annars leikþáttar spurningu, sem viðheldur spennunni í gegnum þennan stærsta hluta myndinnar (þ.e.a.s. ef við skoðum þetta út frá þriggja þátta forminu). Vinkonurnar skortir algjörlega heildstæðan ásetning með för sinni til Flórída, þær eru þangað komnar til að gera bara eitthvað, það er í raun engin ástæða fyrir þessu ferðalagi þeirra. A.m.k. ekki ástæða sem er nægilega sterk til að byggja heila kvikmynd í kringum. Til að vinna gegn þessu er sett af stað eitthvað plott með konu sem vill íbúum bæjarins Vista Del Mar illt. Vinkonurnar tvær hafa hins vegar ekki hugmynd um tilvist þessara áætlana og ráfa um í algjöru meðvitundarleysi. Sjálfsagt hugsa höfundar myndarinnar að þessi litla meðvitund persónanna um umhverfi sitt sé svo sniðug að hún geti haldið uppi heilli 108 mínútna kvikmynd. Svo er ekki. Nóg af góðu efni frá improv-fólki Það er til heill hellingur af fínum gamanmyndum þar sem gamanleikarar sem koma úr improv-senunni halda um stjórnartaumana, en þær innihalda þetta töfraefni sem Barb og Star skortir svo tilfinnanlega: annan leikþátt sem gengur upp. Ég get tekið hin ýmsu dæmi um þegar þetta gengur upp: Í Tommy Boy léku Chris Farely og David Spade tvo náunga sem ætluðu að bjarga verksmiðju, í Billy Madison ætlaði Adam Sandler að klára tólf bekki á tólf vikum og Austin Powers ætlaði að stöðva Dr. Evil og bjarga heiminum. Þetta eru ekki geimflaugavísindi og hefur verið vitað í mörg þúsund ár, eða síðan Aristólteles skrifaði Um skáldskaparlistina. Persónur þurfa að hafa tilgang og heildarásetning svo að vel eigi að fara. Wiig og Mumolo töldu sig sennilega vera svo ótrúlega fyndnar og sniðugar að þær þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessu, myndin yrði svo fyndin að enginn myndi kippa sér upp við handónýtan strúktúr. Því miður get ég talið á fingrum annarrar handar hversu oft ég hló, ég í mesta lagi brosti úr í annað nokkrum sinnum. Oftast hafði ég það á tilfinningunni að megnið af senunum hefðu verið búnar til á staðnum og e.t.v. hefði ég hlegið ef ég hefði verið þarna með þeim þegar sköpunin átti sér stað. En þegar búið er að sjóða þetta niður og klippa til, þá tapast töfrarnir. Það er ansi djarft að ætla að byggja mynd á því einu að leikararnir séu svo fyndnir að það bjargi öllu. Það er djörfung sem þær Wig og Mumolo hefðu betur látið eiga sig, því útkoman er vægast sagt döpur. Niðurstaða: Tvær hæfileikaríkar gamanleikkonur vinna ekki heimavinnuna sína og senda því frá sér illa uppbyggða og innantóma froðu. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason og sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur ræða um myndina í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíó. Stjörnubíó Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Það hefur viljað loða við leikara sem koma upp í gegnum improv-senuna að telja sig geta fært það form yfir á kvikmyndina án hnökra. Þetta getur verið æði vandasamt þar sem improv er háð því að vera flutt lifandi í viðurvist áhorfenda. Þar veit enginn hvað mun gerast, hvorki leikararnir né þeir sem komnir eru til að horfa á. Þetta er einmitt fegurðin við spunaformið, sem er háð þessari hættu og spennu, að allt geti farið úrskeiðis og að enginn viti hvað mun gerast. Það er því ekki hægt að flytja þennan stíl yfir á kvikmyndaformið án þess að hafa mjög sterkan skilning á grundvallaratriðum handritaskrifa. Til að þessi yfirfærsla virki þarf mjög skýran dramatúrgískan strúktúr til að vinna innan. Vandinn sem steðjar að kvikmyndinni um Barb and Star er hana skortir skortir algjörlega skýra og áhugaverða annars leikþáttar spurningu, sem viðheldur spennunni í gegnum þennan stærsta hluta myndinnar (þ.e.a.s. ef við skoðum þetta út frá þriggja þátta forminu). Vinkonurnar skortir algjörlega heildstæðan ásetning með för sinni til Flórída, þær eru þangað komnar til að gera bara eitthvað, það er í raun engin ástæða fyrir þessu ferðalagi þeirra. A.m.k. ekki ástæða sem er nægilega sterk til að byggja heila kvikmynd í kringum. Til að vinna gegn þessu er sett af stað eitthvað plott með konu sem vill íbúum bæjarins Vista Del Mar illt. Vinkonurnar tvær hafa hins vegar ekki hugmynd um tilvist þessara áætlana og ráfa um í algjöru meðvitundarleysi. Sjálfsagt hugsa höfundar myndarinnar að þessi litla meðvitund persónanna um umhverfi sitt sé svo sniðug að hún geti haldið uppi heilli 108 mínútna kvikmynd. Svo er ekki. Nóg af góðu efni frá improv-fólki Það er til heill hellingur af fínum gamanmyndum þar sem gamanleikarar sem koma úr improv-senunni halda um stjórnartaumana, en þær innihalda þetta töfraefni sem Barb og Star skortir svo tilfinnanlega: annan leikþátt sem gengur upp. Ég get tekið hin ýmsu dæmi um þegar þetta gengur upp: Í Tommy Boy léku Chris Farely og David Spade tvo náunga sem ætluðu að bjarga verksmiðju, í Billy Madison ætlaði Adam Sandler að klára tólf bekki á tólf vikum og Austin Powers ætlaði að stöðva Dr. Evil og bjarga heiminum. Þetta eru ekki geimflaugavísindi og hefur verið vitað í mörg þúsund ár, eða síðan Aristólteles skrifaði Um skáldskaparlistina. Persónur þurfa að hafa tilgang og heildarásetning svo að vel eigi að fara. Wiig og Mumolo töldu sig sennilega vera svo ótrúlega fyndnar og sniðugar að þær þyrftu ekki að hafa áhyggjur af þessu, myndin yrði svo fyndin að enginn myndi kippa sér upp við handónýtan strúktúr. Því miður get ég talið á fingrum annarrar handar hversu oft ég hló, ég í mesta lagi brosti úr í annað nokkrum sinnum. Oftast hafði ég það á tilfinningunni að megnið af senunum hefðu verið búnar til á staðnum og e.t.v. hefði ég hlegið ef ég hefði verið þarna með þeim þegar sköpunin átti sér stað. En þegar búið er að sjóða þetta niður og klippa til, þá tapast töfrarnir. Það er ansi djarft að ætla að byggja mynd á því einu að leikararnir séu svo fyndnir að það bjargi öllu. Það er djörfung sem þær Wig og Mumolo hefðu betur látið eiga sig, því útkoman er vægast sagt döpur. Niðurstaða: Tvær hæfileikaríkar gamanleikkonur vinna ekki heimavinnuna sína og senda því frá sér illa uppbyggða og innantóma froðu. Hér að neðan má heyra Heiðar Sumarliðason og sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur ræða um myndina í hlaðvarpsþættinum Stjörnubíó.
Stjörnubíó Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira