Perserverance lent á Mars Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 21:20 Tölvuteikning af Perserverance á yfirborði Mars. Vélmennið hefur nú lent á plánetunni. AP/NASA Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. „Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira
„Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Sjá meira