„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 12:10 Fiskistofa hefur staðið fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en allt árið í fyrra að sögn sviðsstjóra þar. Vísir/Vilhelm Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. Fiskistofa hóf formlegt veiðieftirlit með drónum í byrjun janúar. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa hingað til fylgst með veiðum um borð en drónarnir nýtast nú þar sem erfitt er að komast að samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Á vefsíðu Fiskistofu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi árið 2019 gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar og kveðið á um að það þyrfti að vera skilvirkara til að hafa að hafa tilætluð áhrif. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að með notkun drónanna sé eftirlitið þegar orðið skilvirkara. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.Vísir „Sem betur fer eru alls ekki allir að brjóta af sér en því miður of margir. Það sem af er ári eru ellefu brot í rannsókn og ég á von á einu til tveimur brotum til viðbótar bara frá gærdeginum. Við höfum séð að þar sem kannski fimm til sex bátar eru að veiðum hefur að meðaltalið einn orðið uppvís að brottkasti eftir að við byrjuðum markvisst að nota drónanna,“ segir Elín. Hún segir að þarna sé ekki bara verið að kasta tindabykkju eða verðlausum fiski. Ýsa og þorskur í sjóinn „Við erum að sjá brottkast á ýsu, þorski, stórum þorski þannig að brotin eru miklu meiri en við hefðum viljað sjá. Við höfum séð menn henda talsverðu magni,“ segir Elín. Hún segir að núna sé drónaeftirlitið fyrst og fremst bundið við smærri báta en stefnt sé á að nota einnig dróna við eftirlit með veiðiskipum. „Það sem við erum að sjá núna eru mest línubátar og netabátar,“ segir hún. Hún segir málin misalvarleg, flestir fái leiðbeiningar frá Fiskistofu um hvernig meðhöndla á afla sem ekki sé nýttur en einhverjir geti átt von á áminningu eða jafnvel sviptingu á veiðileyfi. Drónarnir sanna gildi sitt „Ég myndi trúa að það væru svona 4 brot sem séu mjög alvarleg,“ segir hún. Hún segir að eftirlit með drónum hafi þegar sannað gildi sitt og útgerðirnar séu vel upplýstar um að þeir séu notaðir. Drónarnir fari ekki á upptöku fyrr en bátar eða skip verða uppvís að brotum. „Menn eru í raun búnir að brjóta af sér áður en við byrjum á að taka myndir. Við getum sagt að það sem komið er í brottkast það sem af er ári sé næstum jafn mikið og það hefur verið árlega undanfarin ár. Það er gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn,“ segir Elín. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00 Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fiskistofa hóf formlegt veiðieftirlit með drónum í byrjun janúar. Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa hingað til fylgst með veiðum um borð en drónarnir nýtast nú þar sem erfitt er að komast að samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Á vefsíðu Fiskistofu kemur fram að Ríkisendurskoðun hafi árið 2019 gagnrýnt eftirlit stofnunarinnar og kveðið á um að það þyrfti að vera skilvirkara til að hafa að hafa tilætluð áhrif. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir að með notkun drónanna sé eftirlitið þegar orðið skilvirkara. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu.Vísir „Sem betur fer eru alls ekki allir að brjóta af sér en því miður of margir. Það sem af er ári eru ellefu brot í rannsókn og ég á von á einu til tveimur brotum til viðbótar bara frá gærdeginum. Við höfum séð að þar sem kannski fimm til sex bátar eru að veiðum hefur að meðaltalið einn orðið uppvís að brottkasti eftir að við byrjuðum markvisst að nota drónanna,“ segir Elín. Hún segir að þarna sé ekki bara verið að kasta tindabykkju eða verðlausum fiski. Ýsa og þorskur í sjóinn „Við erum að sjá brottkast á ýsu, þorski, stórum þorski þannig að brotin eru miklu meiri en við hefðum viljað sjá. Við höfum séð menn henda talsverðu magni,“ segir Elín. Hún segir að núna sé drónaeftirlitið fyrst og fremst bundið við smærri báta en stefnt sé á að nota einnig dróna við eftirlit með veiðiskipum. „Það sem við erum að sjá núna eru mest línubátar og netabátar,“ segir hún. Hún segir málin misalvarleg, flestir fái leiðbeiningar frá Fiskistofu um hvernig meðhöndla á afla sem ekki sé nýttur en einhverjir geti átt von á áminningu eða jafnvel sviptingu á veiðileyfi. Drónarnir sanna gildi sitt „Ég myndi trúa að það væru svona 4 brot sem séu mjög alvarleg,“ segir hún. Hún segir að eftirlit með drónum hafi þegar sannað gildi sitt og útgerðirnar séu vel upplýstar um að þeir séu notaðir. Drónarnir fari ekki á upptöku fyrr en bátar eða skip verða uppvís að brotum. „Menn eru í raun búnir að brjóta af sér áður en við byrjum á að taka myndir. Við getum sagt að það sem komið er í brottkast það sem af er ári sé næstum jafn mikið og það hefur verið árlega undanfarin ár. Það er gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn,“ segir Elín.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30 Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00 Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Aukið brottkast en engir auka fjármunir til Fiskistofu Fiskistofa hefur enn ekki fengið aukið fjármagn til að sinna eftirliti með brottkasti þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hafi fyrir einu og hálfu ári bent á að eftirlitið væri veikburða og nauðsynlegt væri að styrkja það 23. maí 2020 12:30
Ónæg gögn frá Íslandi um brottkast að mati Sameinuðu þjóðanna Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir að nánast engin gögn liggi fyrir um hversu miklum afla sé hent hér á landi og í Noregi. 23. nóvember 2019 19:00
Slæmt að alþjóðlegar stofnanir geti ekki notað íslensk gögn um brottkast Sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs Fiskistofu segir að ef Íslendingar ætli að ná árangri í eftirliti með brottkasti þurfi mikið að breytast en eftirlitið hafi verið það sama í áraraðir og nái aðeins yfir eitt prósent af flotanum. 24. nóvember 2019 13:30