Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2021 09:31 Joel Embiid var stórkostlegur í sigri Philadelphia 76ers í nótt. Mitchell Leff/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Clippers byrjaði leikinn vel og stórstjörnur Clippers-liðsins, Kawhi Leonard og Paul George, fóru mikinn. Þá hjálpaði Lou Williams til með fjölda stiga af bekknum. Komst liðið frá Los Angeles mest fimmtán stigum yfir en munurinn var kominn niður í átta í hálfleik. Í Donovan Mitchell setti svo í fluggírinn í þriðja leikhluta og jafnaði metin fyrir Jazz er leikhlutinn var hálfnaður, staðan 61-61. Eftir það var mjótt á munum en Markus Morris setti niður þriggja stiga körfu fyrir Clippers í stöðunni 96-92 og jók þar með muninn í sjö stig. Fór það langleiðina með að tryggja sigurinn og Clippers vann leikinn að lokum með fjögurra stiga mun, 116-112. Kawhi skoraði 29 stig í liði Clippers og Lou Williams bætti við 19 stigum. Hjá Utah var Donovan Mitchell með 35 stig. 29 points for Kawhi power the @LAClippers at Staples Center. pic.twitter.com/p225nl7dbu— NBA (@NBA) February 20, 2021 Philadelphia 76ers vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, lokatölur 112-105. Sá leikur væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að Joel Embiid setti niður 50 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa fimm stoðsendingar. 76ers tróna nú á toppi Austurdeildarinnar með 20 sigra og tíu töp. Þar á eftir koma Brooklyn Nets [19-12] og Milwaukee Bucks [17-13]. Í Vesturdeildinni eru Utah Jazz sem fyrr á toppnum en liðið hefur unnið 24 leiki og aðeins tapað sex. Þar á eftir koma liðin frá Englaborginni, Lakers í öðru sæti [22-8] og Clippers þar á eftir [22-9]. JOEL. EMBIID. TAKES. OVER. 50 points (career high) 17 boards, 2 steals, 4 blocks 17-26 FGM, 15-17 FTM@JoelEmbiid x @sixers pic.twitter.com/692R6rOzEa— NBA (@NBA) February 20, 2021 Önnur úrslit Orlando Magic 124-120 Golden State Warriors Cleveland Cavaliers 103-120 Denver NuggetsBoston Celtics 121-109 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 114-132 Phoenix SunsMemphis Grizzlies 109-95 Detroit PistonsMilwaukee Bucks 98-85 Oklahoma City Thunder Minnesota Timberwolves 81-86 Toronto Raptors NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira