Loksins, loksins fá Sunnlendingar menningarsal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2021 12:29 Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg og nefndarmaður í byggingarnefnd Menningarsalsins á Selfossi, sem býður fólk velkomið í salinn í lok næsta árs ef allt gengur upp. Hann segir salinn verða mjög glæsilegan og að mikill metnaður verði lagður í hönnun og frágang hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru nú að fara að eignast sinn eigin menningarsal, sem hefur þó staðið fokheldur í 35 ár. Salurinn er í Hótel Selfossi og mun rúma um þrjú hundruð manns í sæti. Nú þegar er búið að tryggja tæplega 500 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“ Menning Árborg Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“
Menning Árborg Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira