Hvorki tilkynningar um slys né tjón Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 11:32 Víðir Reynisson segir lögreglumenn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar á ferð og flugi á Reykjanesi að meta aðstæður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir engar tilkynningar hafa borist um tjón eða slys enn sem komið er vegna stórrar og stöðugrar skjálftahrinu á Reykjanesinu í morgun. „Við erum svona að reyna að ná utan um þennan atburð og sjá hvort það hafi orðið tjón eða slys sem þurfi að bregðast eitthvað sérstaklega við en það hefur ekki orðið. Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um slys og við erum bara að reyna að miðla upplýsingum um allt sem er að gerast og skilaboðin okkar núna eru að gæta að sér. Það geta komið áfram skjálftar og geta jafnvel orðið stærri skjálftar. Þannig að það þarf að huga vel að lausamunum í þessu og allir, bæði vinnustaðir og heimili, fari vel yfir sín mál þannig að fólk sé ekki með lausamuni sem geta fallið niður og valdið slysi,“ segir Víðir. Ekki liggur fyrir hve mikið tjón hefur orðið. „Við erum ekki komin með það góða yfirsýn yfir það enn þá en við erum búin að fá talsvert af tilkynningum um lausamuni sem hafa fallið niður. Það hafa hlutir fallið úr hillum og annað slítk en engin stórtjón og engin slys.“ Lögreglan á Reykjanesi er á ferðinni að meta aðstæður. Þá er notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á leið í æfingaflug. „Lögreglan á Suðurnesjum er að kíkja á staði sem eru þekktir, bæði þar sem hafa fallið skriður og líka eins og í Krýsuvíkurskóla og annað sem er nálægt upptökunum. Svo er þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í æfingaflug og hún er að fljúga yfir Reykjanesið núna að kíkja yfir gönguleiðir og annað í svona góðu veðri er oft margt fólk á ferðinni á þessu svæði þannig að við erum að kíkja eftir því.“ Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
„Við erum svona að reyna að ná utan um þennan atburð og sjá hvort það hafi orðið tjón eða slys sem þurfi að bregðast eitthvað sérstaklega við en það hefur ekki orðið. Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um slys og við erum bara að reyna að miðla upplýsingum um allt sem er að gerast og skilaboðin okkar núna eru að gæta að sér. Það geta komið áfram skjálftar og geta jafnvel orðið stærri skjálftar. Þannig að það þarf að huga vel að lausamunum í þessu og allir, bæði vinnustaðir og heimili, fari vel yfir sín mál þannig að fólk sé ekki með lausamuni sem geta fallið niður og valdið slysi,“ segir Víðir. Ekki liggur fyrir hve mikið tjón hefur orðið. „Við erum ekki komin með það góða yfirsýn yfir það enn þá en við erum búin að fá talsvert af tilkynningum um lausamuni sem hafa fallið niður. Það hafa hlutir fallið úr hillum og annað slítk en engin stórtjón og engin slys.“ Lögreglan á Reykjanesi er á ferðinni að meta aðstæður. Þá er notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var á leið í æfingaflug. „Lögreglan á Suðurnesjum er að kíkja á staði sem eru þekktir, bæði þar sem hafa fallið skriður og líka eins og í Krýsuvíkurskóla og annað sem er nálægt upptökunum. Svo er þyrla Landhelgisgæslunnar var að fara í æfingaflug og hún er að fljúga yfir Reykjanesið núna að kíkja yfir gönguleiðir og annað í svona góðu veðri er oft margt fólk á ferðinni á þessu svæði þannig að við erum að kíkja eftir því.“
Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ari þingflokksformaður Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Sjá meira
Þjóðin bregst við skjálftunum: „Móðir jörð að fá raðfullnægingu“ Stórir jarðskjálftar fundust á höfuðborgarsvæðinu og víðar upp úr klukkan tíu í morgun. Skjálftarnir fundust meðal annars í Stykkishólmi og Skorradal og virðist ekkert lát á skjálftavirkni sem hefur verið töluverð undanfarnar mínútur. 24. febrúar 2021 11:10
Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. 24. febrúar 2021 10:07