Fyrri leik liðanna lauk með 4-1 sigri Lundúnarliðsins svo þetta var göngutúr í garðinum fyrir leikmenn Tottenham í kvöld.
Fyrsta markið var þó frábært en Dele Alli skoraði þá með laglegri bakfallsspyrnu eftir tíu mínútna leik.
Gareth Bale kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði þriðja markið en Vincius Junior hafði skorað mark númer tvö.
Vincius bætti svo við fjórða markinu áður en yfir lauk en öll fjögur mörkin má sjá hér að neðan.

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.