Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 06:25 Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar að störfum í Svartsengi í gær. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á svæðinu. Vísir/vilhelm Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira