Stjóri Atalanta segir dómarann hafa eyðilagt leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 16:01 Tobias Stieler gefur Remo Freuler rauða spjaldið í leik Atalanta og Real Madrid í Bergamo í gær. getty/Tullio Puglia Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, segir að dómarinn Tobias Stieler hafi eyðilagt leik liðsins gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjá meira
Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01
Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54