Urðu að semja við nýjan Bandaríkjamann af því Glover gat farið hvenær sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Shawn Glover getur hoppað frá borði hvenær sem er á Króknum svo framarlega sem annað félag er tilbúið að kaupa hann út úr samningnum við Tindastól. Hér er hann í leik á móti KR. Vísir/Elín Björg Kanamál karlakörfuboltaliðs Tindastóls eru í uppnámi af því að samningamál Shawn Glover voru að gera félaginu erfitt fyrir rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði. Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik