Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 21:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir ólíklegt að höfuðborgarsvæðið í heild sinni verði rýmt ef gýs nærri borginni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins. Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15