Mikil átök en engin merki um eldsumbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 1. mars 2021 08:07 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Hún telur líklegast að það dragi úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga á næstu dögum. Vísir/Baldur Tæplega 800 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands. Sá stærsti varð klukkan 01:31 í nótt og mældist 4,9 að stærð. Hann fannst víða en upptökin voru 2,6 kílómetra suðvestur af Keili. Þá varð annar skjálfti 3,8 að stærð rétt fyrir klukkan hálfátta í morgun. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um átta til níu skjálftar fundist á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. „Þannig að það hefur ekki dregið neitt úr þessu,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Hún segir virknina enn að mestu bundna við Keili og þá rétt sunnan við fjallið en einnig við Trölladyngju þó þar sé virknin mun minni. Þá sé virknin ekki farin að færa sig austur fyrir Kleifarvatn í átt að Brennisteinsfjöllum en vísindamenn hafa varað við að á því svæði gæti orðið enn stærri skjálfti eða allt að 6,5 að stærð. Fordæmi fyrir svona hrinum Aðspurð hvort merki séu um eldsumbrot svarar Kristín neitandi. „Þetta eru auðvitað mikil átök en við höfum ekki ástæðu til að halda á þessum tímapunkti að það sé neitt slíkt í gangi,“ segir hún. Það var á miðvikudaginn í síðustu viku sem fyrsti stjóri skjálftinn í þessari hrinu varð en hann var 5,7 að stærð og er enn sá stærsti hingað til. Fjölmargir stórir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa fylgt í kjölfarið. Kristín segir að fordæmi séu fyrir svona hrinum í sögunni. „Við erum með ágætar skráningar á skjálftum á síðustu öld og þá koma hrinur á sirka 25 ára fresti. Svona öflug hrina, við þurfum líklega að leita til haustsins 1973 eða jafnvel aftur til 1933 en það eru svona fordæmi einmitt um mikla skjálftavirkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín. Hún segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Mér finnst nú líklegast að það fari að draga úr þessu á næstu dögum en ég held við verðum bara að spyrja að leikslokum.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Fleiri fréttir Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Sjá meira
Sá stærsti varð klukkan 01:31 í nótt og mældist 4,9 að stærð. Hann fannst víða en upptökin voru 2,6 kílómetra suðvestur af Keili. Þá varð annar skjálfti 3,8 að stærð rétt fyrir klukkan hálfátta í morgun. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um átta til níu skjálftar fundist á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. „Þannig að það hefur ekki dregið neitt úr þessu,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Hún segir virknina enn að mestu bundna við Keili og þá rétt sunnan við fjallið en einnig við Trölladyngju þó þar sé virknin mun minni. Þá sé virknin ekki farin að færa sig austur fyrir Kleifarvatn í átt að Brennisteinsfjöllum en vísindamenn hafa varað við að á því svæði gæti orðið enn stærri skjálfti eða allt að 6,5 að stærð. Fordæmi fyrir svona hrinum Aðspurð hvort merki séu um eldsumbrot svarar Kristín neitandi. „Þetta eru auðvitað mikil átök en við höfum ekki ástæðu til að halda á þessum tímapunkti að það sé neitt slíkt í gangi,“ segir hún. Það var á miðvikudaginn í síðustu viku sem fyrsti stjóri skjálftinn í þessari hrinu varð en hann var 5,7 að stærð og er enn sá stærsti hingað til. Fjölmargir stórir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa fylgt í kjölfarið. Kristín segir að fordæmi séu fyrir svona hrinum í sögunni. „Við erum með ágætar skráningar á skjálftum á síðustu öld og þá koma hrinur á sirka 25 ára fresti. Svona öflug hrina, við þurfum líklega að leita til haustsins 1973 eða jafnvel aftur til 1933 en það eru svona fordæmi einmitt um mikla skjálftavirkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín. Hún segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Mér finnst nú líklegast að það fari að draga úr þessu á næstu dögum en ég held við verðum bara að spyrja að leikslokum.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Erlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Fleiri fréttir Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Sjá meira