Uppfært: Maðurinn sem leitað var að fannst á sjöunda tímanum í kvöld.
Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir að fólkið hafi villst en það hafi ekki verið talið í sérstakri hættu. Leitarmenn höfðu upplýsingar um staðsetningu fólksins en erfitt hefur verið að nálgast það í hrauninu.
Fréttastofa hefur fengið það staðfest að leitarfólk hefur náð símasambandi við manninn sem leitað er að.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að lögregla hafi á sjötta tímanum óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Gæslunnar og að óttast væri að fólkið gæti verið orðið kalt og blautt.
Mbl greinir þá frá því að um sé að ræða tvo starfsmenn Veðurstofunnar. Þeir hafi verið á svæðinu vegna gasrannsókna í tengslum við skjálftavirkni síðustu daga.
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:48.