Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 21:54 Fimm loftgæðamælar eru á höfuðborgarsvæðinu sem geta mælt brennisteinsdíoxíðmengun. Aðeins einn mælir hefur verið á Reykjanesskaga en Umhverfisstofnun hefur nú komið fyrir búnaði í Vogum vegna möguleikans á eldgosi. Vísir/Vilhelm Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er. Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra. Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra.
Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira