Frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta Geir Finnsson skrifar 10. mars 2021 07:01 Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Reykjavík Samgöngur Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar við tökum ákvörðun um hvernig best sé að komast á tiltekinn stað vegum við oftast og metum hversu fljótt og fyrirhafnarlítið við komumst þangað. Sumir vilja kannski nýta tímann og hreyfa sig í leiðinni, aðrir hafa hvorki vilja né tök á því. Hvernig sem við komumst á áfangastað erum við sennilega sammála því að aðstæður okkar séu mismunandi hverju sinni. Þess vegna er eðlilegt að hver og einn hafi kost á að velja besta ferðamátann fyrir sig. Þótt flestir séu sennilega sammála því að best sé að hafa frelsi til að velja hentugasta ferðamátann, er ekki svo ýkja langt síðan borgaryfirvöld ákváðu að hætta að taka þessa ákvörðun fyrir alla íbúa. Öll sveitarfélög landsins hafa lengi miðað skipulag sitt við einn og sama samgöngumátann. Í stað þess að setja fólk og virka ferðamáta í forgang hefur þeim frekar verið ýtt til hliðar. Gangandi vegfarendur og þeir sem velja að ferðast öðruvísi en með bíl hafa verið taldir trufla bílaumferð og ekki fengið sérstakt rými til að ferðast með þeim hætti sem hugur þeirra stendur til. Það er því varla nokkur furða að langflestir velji að aka bíl. Sem betur fer hefur þessi þróun mála verið rofin í Reykjavík til að gefa fleirum kost á að ferðast með þeim ferðamáta sem þeim hentar. Það hefur verið gert með því að þétta byggð og efla almenningssamgöngur, sérstaklega með Borgarlínu. Samhliða hafa hjóla- og göngustígar verið stórbættir svo að borgarbúar hafi val um fleiri en eina leið til að komast á áfangastað. Margir munu eflaust kjósa að nota áfram eigin bíl í mörgum tilfellum. Þessar skipulagsbreytingar gefa fólki hins vegar kost á að gera það sem því hentar hverju sinni og dregur jafnhliða bæði úr umferðarþunga og mengun. Að taka pláss frá fólkinu Við erum þó ekki öll sammála um hvað í frelsinu felst og að val á ferðamáta eigi þar hlut að máli. Hópurinn sem stendur að félaginu Samgöngur fyrir alla (SFA) er að öllum líkindum ekki sammála þeirri skilgreiningu á frelsi. Að þeirra mati er ástæðan fyrir því að svona margir velja að aka bíl sú að fólk telji bíla og bílastæði mun betra fyrirkomulag en annað. Meirihluti fólks hafi haft frelsi til að mynda sér þá skoðun án afskipta hins opinbera sem hafi, að þeirra mati, ekki átt neinn hlut þar að máli. Þar af leiðandi þykir þeim ógerlegt að verja stórum fjárhæðum í að breyta þessu fyrirkomulagi sem þegar hefur verið varið stórum fjárhæðum í að byggja upp. Þess í stað leggja félagsmenn til að stærra svæði beri að taka frá fólki og náttúru með gerð fleiri mislægra gatnamóta og fjölgun akreina og bílastæða. Skipulag á forsendum bíla mun leiða til meiri bílanotkunar sem gerir tilkall til stærra svæðis á kostnaði annarra samgöngumáta. Fjölgun akreina, mislægra gatnamóta og bílastæða dregur úr vilja okkar til að nýta aðra samgöngumáta, því að það verður ekki pláss fyrir okkur í umferðinni nema á bíl. Umhverfið verður ekki hannað fyrir okkur, nema við séum á bíl. Fjárfestum í meira vali Þær skipulagsbreytingar sem þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgaryfirvalda hugnast mér betur en hugmyndir þeirra SFA félaga. Dæmin hafa margoft sýnt að því meira sem fjárfest er í þágu ákveðinna samgöngumáta, því fleiri verða notendur. Mjög gott dæmi um þetta eru fjárfestingar í hjólreiðastígum í Reykjavík sem hafa leitt til mikillar fjölgunar þeirra sem ferðast daglega á hjólum. Af þeim sökum tel ég það góða hugmynd að veita fólki val með því að fjárfesta í fjölbreyttum samgöngumátum í stað þess að koma í veg fyrir það. Raunverulegt val felst í að fá frelsi til að velja á milli raunhæfra kosta. Slíkt val fæst með því að fjárfesta í fjölbreyttum og virkum samgöngumátum og gefa þeim nægt rými til að verða ákjósanlegir og samkeppnishæfir. Framkvæmdir af þessu tagi verða ekki gerðar á einum degi og þær munu kosta umsvif og fyrirhöfn, en ef breytingarnar bjóða fólki aukið frelsi og einfaldara líf þá er valið ekki flókið. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun