Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 08:02 Cristiano Ronaldo gerði sig sekan um slæm mistök í jöfnunarmarki Porto. getty/Jonathan Moscrop Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Juventus vann leikinn gegn Porto í gær, 3-2, en féll úr leik á útivallarmörkum. Sergio Oliveira skoraði markið sem tryggði Porto farseðilinn í átta liða úrslit með skoti beint úr aukaspyrnu af löngu færi þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni. Ronaldo var einn þriggja leikmanna Juventus í varnarveggnum. Portúgalinn sneri sér hins vegar frá boltanum og setti fæturna í sundur sem gaf Oliveira tækifæri til að setja boltann undir vegginn og í netið. Hann jafnaði þá í 2-2 og Juventus þurfti því að skora tvö mörk til að komast áfram. Adrian Rabiot kom ítölsku meisturum yfir skömmu seinna en lengra komust þeir ekki. Juventus er því úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð. Og síðan Ronaldo kom til Juventus hefur liðið ekki komist lengra en í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Þetta voru ófyrirgefanleg mistök,“ sagði Capello á Sky Sports Italia í gær er rætt var um mark Oliveiras. „Þegar ég var að þjálfa valdirðu hvaða leikmenn fóru í vegginn og þeir gátu ekki verið hræddir við boltann. Þeir voru smeykir við boltann og hoppuðu frá honum og sneru baki í hann. Það er ófyrirgefanlegt.“ Eftir leikinn gagnrýndi Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, líka leikmennina sem stóðu í varnarveggnum. „Þetta hefur aldrei áður gerst, að þeir snúi sér við. Kannski áttuðu þeir sig ekki á hættunni þar sem aukaspyrnan var svo langt frá. Þetta voru sjaldséð mistök. Leikmönnunum fannst þetta ekki vera hættuleg staða og fengu á sig mark,“ sagði Pirlo. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Handbolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45