Kosningin stendur yfir til kl. 12 á morgun.
Tveir eru í framboði til formanns, Ragnar Þór Ingólfsson sitjandi formaður og Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur.
Ellefu sækjast eftir sæti í sjö manna stjórn stéttarfélagsins.
Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu VR hafa allir fullgildir VR-félagar atkvæðisrétt í kosningunum en á kjörskrá eru einnig eldri félagsmenn sem greiddu eitthvað félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti 50 mánuði af 60 á síðustu fimm árum áður en þeir urðu 67 ára.
Kosningarnar eru rafrænar og fara fram á island.is.