Stefnum áfram í rétta átt Jódís Skúladóttir skrifar 11. mars 2021 16:31 Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Norðausturkjördæmi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Það eru mörg góð og vegleg verk sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur staðið fyrir á kjörtímabilinu, ekki síst þegar horft er til þeirra flóknu tíma sem við lifum á í skugga heimsfaraldurs. Margar góðar lausnir hafa verið kynntar af ríkistjórninni. Ekki einungis til að bregðast við þeirri flóknu stöðu sem við erum í heldur til að byggja upp jafnara og betra samfélag til framtíðar. Af þeim mörgu verkum er vert að nefna tæpa fimm milljarða innspýtingu til sveitarfélaga sem nú eru í kröggum vegna tekjusamdráttar auk þess sem 200 milljón króna aukning verður til sóknaráætlanna. Ákveðið hefur verið að veita 4,6 milljörðum til ferðaþjónustunnar sem er sú grein sem orðið hefur fyrir hvað mestum skaða í heimsfaraldrinum. 3000 sumarstörf eru ráðgerð fyrir námsmenn og frítekjumark námsmanna hefur verið fimmfaldað. Stórsókn er í mennta og menningarmálum og svona mætti lengi telja, svo ekki sé nú minnst á þær öflugu aðgerðir sem komið hefur verið á í heilbrigðiskerfinu, í jafnréttismálum og umhverfisvernd. Eitt af úrræðum ríkistjórnarinnar sem mig langar að nefna sérstaklega eru hin svo kölluðu hlutdeildarlán sem bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum. Úrræðinu er ætlað að mæta þörfum þeirra tekjulágu og styðja við fyrstu íbúðakaup. Þetta er mikið framfaraskref þó að úrræðið henti ekki öllum. Þess vegna hefur verið unnið að mörgum og mismunandi úrlausnum því eðli máls samkvæmt eru þarfir fólks ólíkar. Eitt mikilvægt atriði við hlutdeildarlánin er sá hvati að amk 20% af þeim 4 milljörðum sem ætluð eru í verkefnið árlega skuli úthlutað til kaupa á húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta gríðarlega mikilvæga skref styður við byggðaþróun í landinu og er til þess fallið að styðja við þau sem geta og velja að að flytja á landsbyggðina. Þessu hefur verið snúið upp í andhverfu sína og líkt við hreppaflutninga fyrri alda sem lýsir auðvitað fordómum og talar niður þau ótal tækifæri og oft og tíðum forréttindi sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða. Þegar líður að kosningum fara frambjóðendur mikinn í umræðunni og það virðist sem sum ætli einfaldlega að ná pólitískum frama með því að úthúða núverandi ríkissjórn og þá ekki síst Katrínu Jakobsdóttur, frekar en að leggja málefni sín og hugmyndir á borðið. Allir vildu Lilju kveðið hafa. Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur málum verið þokað í rétta átt. Hvort gamlir hrunflokkar eða nýjar poppúlýskar hreyfingar blási í lúðra og finni Katrínu og Vinstri grænum allt til foráttu segja hin góðu verk meira en þúsund orð. Við viljum gera betur, við ætlum að standa með þeim málefnum sem nútíminn kallar eftir. Breytingarnar eiga sér ekki stað á einni nóttu, og ekki endilega á einu kjörtímabili þar sem enginn flokkur er einráður, en Ísland er á betri leið með Katrínu Jakobsdóttur í brúnni. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og situr í 3 sæti á lista VG í Norðaustur kjördæmi fyrir komandi alþingskosningar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun