Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 17:34 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í vikunni. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31