Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2021 14:34 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. @athenabasketballiceland Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. Karfan.is greinir frá. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kom að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl talaði sjálfur fyrir tillögunni á þinginu, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Í frétt Körfunnar segir að mikil umræða hafi skapast á þinginu og margir beðið um orðið. Einhverjir vildu lækka aldurinn í ellefu eða tólf ár, úr fjórtán árum frá upprunalegu tillögunni. Lagðar voru fram tvær breytingartillögur en þær voru báðar felldar sem og upprunalega tillaga UMFK. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. Ársþing KKÍ stendur nú yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenski körfuboltinn Íþróttir barna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Karfan.is greinir frá. Aðalsöguhetjurnar í heimildamyndinni Hækkum rána, þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar, vildu fá sömu tillögu í gegn á ársþingi KKÍ fyrir tveimur árum. Stelpurnar kepptu þá á vegum ÍR sem sendi inn breytingatillöguna en á þinginu, þegar kom að því að móta tillöguna í laga- og leikreglunefnd, talaði enginn frá ÍR fyrir hugmyndinni. Málinu var því á endanum vísað frá. Tillagan kom að þessu sinni frá Ungmennafélagi Kjalnesinga en Aþena, félagið sem Brynjar Karl kom á fót eftir að hann var rekinn frá ÍR, leikur undir hatti UMFK. Brynjar Karl talaði sjálfur fyrir tillögunni á þinginu, sem eini fulltrúi UMFK á þinginu og einn af 145 þingfulltrúum. Í frétt Körfunnar segir að mikil umræða hafi skapast á þinginu og margir beðið um orðið. Einhverjir vildu lækka aldurinn í ellefu eða tólf ár, úr fjórtán árum frá upprunalegu tillögunni. Lagðar voru fram tvær breytingartillögur en þær voru báðar felldar sem og upprunalega tillaga UMFK. Í núgildandi reglugerð KKÍ um körfuknattleiksmót er körfuknattleiksmönnum skipt í flokka eftir aldri og kyni. Þó að ekkert sé sagt um það í reglugerðinni hefur það hins vegar tíðkast að lið geti verið skipuð bæði strákum og stelpum. Aftur á móti hefur það ekki verið leyft að lið sem alfarið er skipað stelpum spili á Íslandsmóti stráka, eða öfugt. Ársþing KKÍ stendur nú yfir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenski körfuboltinn Íþróttir barna Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira