Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, staðfesti í gær að hann myndi skipa Queiroga til að taka við sem heilbrigðisráðherra af Eduardo Pazuello sem hafði gegnt embættinu frá í september. Mun Queiroga taka við að tveimur vikum liðnum.
Í annarri viku marsmánaðar var tilkynnt um 12.800 dauðsföll vegna Covid-19 og hafa þau ekki verið fleiri í landinu frá upphafi faraldursins.
Faraldurinn er í mikilli útbreiðslu í Brasilíu og í síðustu viku tók Brasilía fram úr Indlandi á lista ríkja þegar kemur að fjölda smitaðra.
Af þeim sem hafa greinst með Covid-19 í Brasilíu eru 279 þúsund nú látin.
Queiroga er forseti sambands hjartalækna í Brasilíu og segir Bolsonaro að hann muni halda áfram að framfylgja þeirri stefnu sem Pazuello hafi mótað síðustu mánuði. Aukinn þungi verði svo settur í fjöldabólusetningar.