Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:06 Á morgun eru þrjár vikur síðan stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa, og sá sem hratt henni af stað, varð skammt frá Keili og Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira