Leikurinn fer fram eftir tíu daga, þann 27. mars, en þar verður prófað hvort að hægt verði að hafa áhorfendur á vellinum án þess að kórónuveirusmit taki stökk.
Áhorfendum verður deilt upp í fleiri hólf á þjóðarleikvanginum í Amsterdam en þeir þurfa að vera með neikvætt próf til að komast inn.
Í mismunandi hólfum verða mismunandi reglur svo hægt verði að sjá hvaða reglur skila sem bestum árangri og hverjar ekki.
Hollenska úrvalsdeildin vonast til þess að þessar fréttir geri það að verkum að fólk geti mætt á völlinn í deildinni eftir þessar fréttir.
Þeir vonast eftir því að fá enn fleiri áhorfendur en þá fimm þúsund, sem fá að mæta á landsleikinn, á völlinn áður en leiktíðinni lýkur.
Hollandsk forsøg: 5.000 fans til VM-kvalkamp https://t.co/eqsI89Jivh
— bold.dk (@bolddk) March 17, 2021