Hinn ákærði metinn ósakhæfur Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 20:49 Tugir voru skráðir til heimilis í húsinu á Bræðraborgarstíg. Vísir/Vilhelm Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg síðasta sumar, er metinn ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. RÚV greinir frá þessu en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Yfirmatið staðfestir geðmat sem verjandi mannsins lagði fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september en samkvæmt því var hann ósakhæfur á verknaðarstundu. Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg og fleiri slösuðust en Marek hefur neitað sök í báðum ákæruliðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað en dómari hafnaði þeirri beiðni. Fram kemur í frétt RÚV að ákæruvaldið hyggist kalla 35 vitni fyrir dóminn. Þá fór verjandinn fram á að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna megi hvernig þeir tengjast málinu. Dómurinn verður fjölskipaður og fer aðalmeðferð fram þann 26. apríl næstkomandi. Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Fram kom í desember að rannsakendur brunans telji líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu við Bræðraborgarstíg. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um brunann að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Niðurstöður athugana leiddu í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu áratugum. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
RÚV greinir frá þessu en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Yfirmatið staðfestir geðmat sem verjandi mannsins lagði fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september en samkvæmt því var hann ósakhæfur á verknaðarstundu. Þrír létust í brunanum við Bræðraborgarstíg og fleiri slösuðust en Marek hefur neitað sök í báðum ákæruliðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi mannsins, fór fram á að þinghald í málinu yrði lokað en dómari hafnaði þeirri beiðni. Fram kemur í frétt RÚV að ákæruvaldið hyggist kalla 35 vitni fyrir dóminn. Þá fór verjandinn fram á að lagðar yrðu fram lögregluskýrslur tveggja einstaklinga sem handteknir voru á vettvangi fyrir að torvelda störf svo kanna megi hvernig þeir tengjast málinu. Dómurinn verður fjölskipaður og fer aðalmeðferð fram þann 26. apríl næstkomandi. Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Fram kom í desember að rannsakendur brunans telji líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu við Bræðraborgarstíg. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um brunann að ekki hefði verið hægt, eins og aðstæður voru, að bjarga þeim þremur einstaklingum sem létu lífið í eldsvoðanum. Niðurstöður athugana leiddu í ljós að eldurinn hefði byrjað í herbergi á 2. hæð og og að hurðinni á því herbergi hefði verið hallað aftur. Um mínútu seinna hefði eldur kviknað á stigapalli á sömu hæð og reykur frá þeim eldi fljótlega teppt einu flóttaleið hússins. „Skömmu eftir að gluggi í stigahúsinu til suðurs var brotinn varð yfirtendrun í stigahúsinu,“ segir í skýrslunni. Um er að ræða einn mannskæðasta bruna hér á landi á síðustu áratugum.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Sjá meira
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. 18. desember 2020 14:08
Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. 3. desember 2020 15:36
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. 25. september 2020 10:17