Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla Sylvía Hall skrifar 17. mars 2021 22:36 Fossvogsskóli í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi. Þetta kemur fram í tölvupósti frá skólastjórnendum sem sendur var til foreldra barna í skólanum í kvöld. Þau segja það hafa verið skýran og eindregin vilja foreldra að börnin kæmu ekki aftur í húsnæðið og verður það tekið til greina. Á morgun verður útikennsla fyrir nemendur og skipulagsdagur á föstudag. „Rýming verður að gerast af yfirvegun og með samheldni alls skólasamfélagsins,“ segir í póstinum. Fossvogsskóla var fyrst lokað árið 2019 eftir að mygla fannst í skólanum og höfðu þá bæði starfsfólk og nemendur kvartað undan einkennum vegna myglu. Áætlað var að framkvæmdir vegna þessa myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Skýrsla frá Verkís sem var gerð opinber í lok febrúar leiddi í ljós að enn væri mygla í skólanum og að varasamar sveppategundir hefðu fundist. Kom þetta í ljós eftir skoðun í skólanum í desember á síðasta ári. Foreldrar barna í skólanum funduðu með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag vegna myglunnar sem er í skólanum, en margir hverjir hafa hætt að senda börn sín í skólann. Þá hafa 250 foreldrar skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á borgaryfirvöld og skólastjórnendur að setja heilsu barna og starfsfólks í forgang og grípa til aðgerða. Ekki hafi tekist að uppræta mygluna í skólanum á þeim tveimur árum síðan skólanum var fyrst lokað. Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Tengdar fréttir Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti frá skólastjórnendum sem sendur var til foreldra barna í skólanum í kvöld. Þau segja það hafa verið skýran og eindregin vilja foreldra að börnin kæmu ekki aftur í húsnæðið og verður það tekið til greina. Á morgun verður útikennsla fyrir nemendur og skipulagsdagur á föstudag. „Rýming verður að gerast af yfirvegun og með samheldni alls skólasamfélagsins,“ segir í póstinum. Fossvogsskóla var fyrst lokað árið 2019 eftir að mygla fannst í skólanum og höfðu þá bæði starfsfólk og nemendur kvartað undan einkennum vegna myglu. Áætlað var að framkvæmdir vegna þessa myndu kosta á fimmta hundrað milljónir króna. Skýrsla frá Verkís sem var gerð opinber í lok febrúar leiddi í ljós að enn væri mygla í skólanum og að varasamar sveppategundir hefðu fundist. Kom þetta í ljós eftir skoðun í skólanum í desember á síðasta ári. Foreldrar barna í skólanum funduðu með fulltrúum Reykjavíkurborgar í dag vegna myglunnar sem er í skólanum, en margir hverjir hafa hætt að senda börn sín í skólann. Þá hafa 250 foreldrar skrifað undir undirskriftarlista þar sem skorað er á borgaryfirvöld og skólastjórnendur að setja heilsu barna og starfsfólks í forgang og grípa til aðgerða. Ekki hafi tekist að uppræta mygluna í skólanum á þeim tveimur árum síðan skólanum var fyrst lokað.
Reykjavík Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Tengdar fréttir Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42