Geta öll börn hjólað inn í sumarið? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. mars 2021 07:00 Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun