Vegagerðin segir frá því að Suðurstrandarvegur hafi sigið meira á þeim stað þar sem vart varð við sig fyrr í vikunni við Festarfjall.
„Af þeim ástæðum hefur verið tekin ákvörðun um að loka veginum frá og með kl. 18:00 í kvöld fimmtudag og að minnsta kosti til morguns. Þá verður ástandið metið að nýju.
Þrátt fyrir að þungatakmarkanir hafi verið settar á og vegur þrengdur hefur Vegagerðin áhyggjur af áframhaldandi sigi og breytingum á þessum stað. Einnig hefur rignt á svæðinu og spáð áframhaldandi rigningu sem gæti haft áhrif á ástandið.
Þrátt fyrir lokun á veginum er Vegagerðin viðbúin því að opna í skyndingu fyrir umferð austur á bauinn, í einstefnu, reynist þörf á því.
Lokað verður austan Grindavíkur og vestan vegamóta Krýsuvíkurvegar þannig að umferð sem kemur að austan kemst um Krýsuvík,“ segir í tilkynningunni.
