„Það er kominn tími til að við notumst við það nafn sem belarússíska samfélagið og þjóðin óskar eftir,“ segir utanríkisráðherrann Jeppe Kofod á Twitter.
Hann segir breytinguna sömuleiðis vera táknrænan stuðning við þau friðsamlegu mótmæli sem hafa verið í landinu síðustu mánuði og beinst gegn forsetanum Aleksander Lúkasjenkó.
Hviderusland Belarus
— Denmark MFA (@DanishMFA) March 18, 2021
Udenrigsministeriet vil fremover bruge navnet Belarus i stedet for Hviderusland.
"Det er på tide, at vi benytter den betegnelse, som efterspørges fra det belarusiske civilsamfund og befolkning", siger @JeppeKofod.#dkpol @AsgerLadefoged pic.twitter.com/4puoA7IHJ1
Sænsk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að hætta notkuninni á „Vitryssland“ og taka þess í stað upp notkun á nafninu „Belarus“.
Norski utanríkisráðherrann Ine Eriksen Søreide tilkynnti hins vegar í febrúar síðastliðinn að norsk stjórnvöld myndu áfram notast við nafnið Hviterussland.
Meðal þeirra raka sem hafa verið lögð fram með því að taka upp notkun á nafninu „Belarús“ er að koma í veg fyrir þann misskilning að landið sé hluti af Rússlandi.