Fyrsti fundur Biden-liða og Kínverja fór ekki vel af stað Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2021 10:47 Funduri bandarískra og kínverskra embættismann fór ekki vel af stað en fregnir hafa borist af því að dregið hafi úr deilum þegar fundurinn færðist á bakvið tjöldin. AP/Frederic J. Brown Fyrsti fundur háttsettra embættismanna Bandaríkjanna og Kína fór harkalega af stað í Alaska í gærkvöldi. Báðar hliðar fóru hörðum orðum um hina fyrir framan myndavélar á viðburði sem við hefðbundnar aðstæður tekur einungis nokkrar mínútur en tók nú tæpa klukkustund. Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag. Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Þeir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Yang Jiechi, yfirmaður utanríkismála hjá Kommúnistaflokki Kína, funduðu auk annarra embættismanna. Fundurinn hófst með upphafsræðum fyrir framan myndavélar þar sem Blinken sagði Bandaríkin og bandamenn þeirra staðráðna og sameinaða í því að standa í hárinu á Kína. Hann sagði að á fundinum myndu þeir ræða áhyggjur Bandaríkjanna af aðgerðum Kínverja í Xinjiang héraði, þar sem þeir hafa verið sakaðir um þjóðarmorð, Taívan og Hong Kong. Þá nefndi hann tölvuárásir í Bandaríkjunum og þrýsting á bandamenn Bandaríkjanna. Yang hélt því næst rúmlega fimmtán mínútna langa ræðu þar sem hann fór hörðum orðum um Bandaríkin. Sakaði hann Bandaríkin um hræsni og sagði ríkið lengi hafa beitt yfirráðum sínum til að halda öðrum niðri. Hann gagnrýndi Bandaríkin einnig vegna slæms ástands lýðræðis þar og ofbeldis í garð minnihlutahópa. Þá sagði Yang að málefni Hong Kong, Taívan og Úígúra í Xinjiang væru innanríkismál Kína og kæmu öðrum ekki við. Í frétt Reuters segir að Blinken hafi krafist þess að blaðamönnum yrði ekki vikið úr herberginu eftir ræðu Yang, svo hann gæti svarað henni. Meðal annars sagði hann að málefnin sem Yang hefði nenft væru ekki eingöngu innanríkismál, því þau séu gegn alþjóðalögum og ógni stöðugleika heimsins. AP fréttaveitan segir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Bidens, hafa tekið undir það og sakað Kína um „árás á grunngildi“. Kínverjar kröfðust þess svo að fá að svara svari Blinken og deildu báðir um hvenær fjölmiðlum yrði vikið út. Miðað við fréttir fjölmiðla vestanhafs og í Asíu saka báðar fylkingar hina um að hafa mætt á fundinn með það í huga að skapa sjónarspil og að hafa rofið samkomulag um opnunarræðurnar. Bandaríkjamenn segja að Kínverjar hafi talað mun lengur en þeir hafi samþykkt að gera, eða í fimmtán mínútur í stað tveggja, og Kínverjar segja Bandaríkjamenn hafa brotið samkomulag með grunnlausum ásökunum í garð Kína. South China Morning Post hefur eftir ónefndum bandarískum embættismanni sem ræddi við blaðamenn eftir fundinn að leggja línurnar varðandi komandi samskipti ríkjanna en kínversku embættismennirnir hafi mætt með það í huga að halda einhverskonar sýningu. Samband ríkjanna hefur beðið verulega hnekki á undanförnum árum og hefur það versnað sérstaklega mikið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem lagði meðal annars tolla á ýmsar vörur frá Kína. Ráðamenn í Kína hafa viljað losna við þessa tolla en Biden hefur ekki sagt hvort hann ætli sér að gera það. Þar að auki hefur hann ekki opinberað formlega afstöðu sína gagnvart Kína, að öðru leyti en Hvíta húsið hefur lagt meiri áherslu á mannréttindabrot Kínverja. Viðræðurnar munu halda áfram í dag.
Bandaríkin Kína Taívan Hong Kong Suður-Kínahaf Mannréttindi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira