Hið meinta þunglyndi Finna stórlega orðum aukið Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 13:30 Eldhressir eldriborgarar á Hrafnistu. Íslendingar eru með hamingjusömustu þjóðum í heimi. vísir/vilhelm Finnar mælast þeir hamingjusömustu í heimi samkvæmt árlegri árlegri hamingjuskýrslu. Íslendingar eru í öðru sæti. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report
Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira