„Jonni talar mikið, mjög mikið“ Atli Arason skrifar 20. mars 2021 20:34 Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Bára Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti fínan leik í 74-51 sigri á Skallagrím. Katla setti niður 12 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. „Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
„Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik