Virðingin fyrir náttúrunni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun