Beckham segir að Inter Miami sé lið sem Ronaldo og Messi vilji spila fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið tveir allra bestu fótboltamenn heims í rúman áratug. Getty/Harold Cunningham David Beckham, meðeigandi í bandaríska fótboltafélaginu Inter Miami CF, segir að MLS-félagið ætli sér að ná í stór nöfn í næstu framtíð. Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021 Fótbolti MLS Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira
Beckham ræddi framtíðarsýn Inter Miami í viðtali við ESPN en það er ljós á því að félagið vill vera góður valkostur fyrir stærstu nöfn fótboltans þegar þeir koma inn á lokakafla ferils síns. „Þegar við opinberuðum Miami liðið þá var umræðan alltaf um hvaða leikmenn við gætum fengið, hvort sem það var Ronaldo, Messi eða Neymar,“ sagði David Beckham. „Þetta var alltaf að fara að vera í umræðunni og í rauninni tel ég að það yrði ekki erfið ákvörðun að taka fyrir þessa leikmenn af því að þetta er frábær staður,“ sagði Beckham. Það lítur fyrir að gamli enski landsliðsmaðurinn sé bjartsýnn á því að Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo spili fyrir lið hans í framtíðinni. Beckham optimistic about signing Messi and Cristiano Ronaldo for Inter Miami.https://t.co/h9bhxRS9gr— AS English (@English_AS) March 22, 2021 Inter Miami er þegar kominn með nokkur þekkt nöfn í liðið sitt eins og Gonzalo Higuain, Blaise Matuidi og Rodolfo Pizarro. Liðið náði hins vegar bara tíunda sæti á fyrsta ári og datt út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Beckham nýtti sér ákvæði í samningi sínum við LA Galaxy til að eignast MLS-lið og félagið í Miami fékk síðan grænt ljós árið 2018. Beckham segir að staðsetningin í suður Flórída eigi að hjálpa félaginu að ná í leikmenn. „Þetta er auðvitað frábær borg og mér finnst við vera komin með góðan kjarna af stuðningsmönnum. Ég veit líka að það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum í Miami og suður Flórída og þetta er frábært tækifæri til að nýta sér það. Miami er borg sem kallar til sín stóru fótboltastjörnurnar frá Evrópu,“ sagði Beckham. Beckham hefur líka trú á því að nýi þjálfarinn Phil Neville nái því besta út úr liðinu á tímabili tvö. Reynsla hans frá Manchester United hafi þar mikið um að segja. "Those are the type of players we aspire to bring to the club"David Beckham answers whether Lionel Messi or Cristiano Ronaldo could play for Inter Miami in the future and references the type of players Sir Alex Ferguson brought to Manchester United pic.twitter.com/YZoIKiCI8Z— Football Daily (@footballdaily) March 1, 2021
Fótbolti MLS Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Sjá meira