Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 13:40 Páll Valur hefur látið tattúvera yfir Samfylkingarmerkið en er enn með merki Bjartrar framtíðar á upphandleggnum. „Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021 Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021
Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira