Salóme Jórunn Bernharðsdóttir hjá Veðurstofu Íslands segir að gasspá fyrir daginn dag sé nokkuð góð þar mökkinn mun leggja suður af gosstöðvunum.
Það sé þó lögregla sem taki ákvörðun um að opna svæðið og býst hún við því að sú ákvörðun verði tekin núna um sjöleytið.
Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið í Þrengslum í morgun. Klukkan tíu mínútur í fimm mældist einn upp á 2,9 stig sem fannst á Veðurstofunni og um hálftíma síðar reið annar yfir upp á 2,6 stig.
Salóme segir að sérfræðingar skoði nú hvað þessi hrina í Þrengslunum kunni að tákna.