„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 19:18 Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. Skjáskot Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira
Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Sjá meira