Í þættinum á morgun fá áhorfendur að sjá fyrir og eftir breytingar hjá parinu Kára Sverrissyni og Ragnari Sigurðssyni sem tóku íbúð sína í gegn frá a-ö, íbúð sem er ólík öllum öðrum íbúðum.
Kári hefur sjálfur starfað töluvert fyrir Channel sem ljósmyndari og starfar Ragnar sem innanhússarkitekt.
Átta þættir verða í þessari þáttaröð og mun Sindri meðal annars skoða einstakt einbýlishús Önnu Möggu Jónsdóttur, fyrrverandi fegurðardrottning Íslands, sem býr í Skerjafirðinum.
Einnig fer Sindri í heimsókn í 250 fermetra penthouse íbúð og margt fleira.