Hættu snarlega við öll páskaplön Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2021 21:15 Hugrún R. Hjaltadóttir og Guðrún Halla Benjamínsdóttir höfðu báðar skipulagt ferðalag yfir páskana. Þegar samkomutakmarkanir voru hertar hættu þær snarlega við. Samsett Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira