Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 08:51 Áhuginn á eldsumbrotum í Geldingadölum er mikill. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. „Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Klukkutíma fyrir opnun var fólk, ekki í miklum mæli þó, farið að mæta á staðinn og bíða eftir opnun,“ segir Gunnar Schram yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi nú í morgun. Opnað er fyrir umferð á svæðinu klukkan sex, og því ljóst að aðeins mestu morgunhanar hafa tök á því að mæta klukkutíma fyrir opnun. Gunnar segir það hafa gerst alla dagana að einhverjir gosáhugamenn mæti vel fyrir opnun, til að geta gengið svo til hindrunarlaust að gosstöðvunum og verið þar í sem mestu næði áður en umferðin byrjar fyrir alvöru. Gekk vel meðan bjart var Aðspurður segir Gunnar að engin meiriháttar slys hafi orðið á gönguleiðinni eða við gosstöðvarnar í gær. Dagurinn hafi gengið sérstaklega vel, en eitthvað hafi verið um minniháttar meiðsli þegar tók að rökkva. „Í birtingu var ekkert um það en eftir að fór að rökkva og fólk farið að tínast niður frá gosstöðvunum var eitt og eitt tilvik, eitthvað gönguhnjask og þreyta. Þá þurftum við að aðstoða fólk af fjallinu.“ Gunnari telst til að einn hafi þurft að flytja með sjúkrabíl af svæðinu, en hann væri þó ekki alvarlega slasaður. Hugur í hópnum Eins og áður hefur verið fjallað um veldur umferðin á gosstöðvarnar talsverðu álagi á lögreglu og björgunarsveitir. Gunnar segir hug í hópnum sem sér um gæslu á svæðinu, þó traffíkin reyni á kerfið. „Við erum alltaf að bregðast við breytilegum aðstæðum og reyna að færa okkur í réttari átt með skipulagið. Þetta gekk mjög vel í gær og svo gefur okkur ákveðin fyrirheit. Fram undan er páskahelgi og frídagar hjá fólki, við eigum eftir að sjá hvernig þetta kerfi ræður við það,“ segir Gunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43 RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46 Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ræða grímuskyldu við gosstöðvarnar Almannavarnir skoða nú hvort tekin verði upp grímuskylda við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Tugir þúsunda manna hafa lagt leið sína að gosinu undanfarna viku en engin grunur hefur komið upp um að kórónuveira hafi smitast á milli fólks þar enn sem komið er. 31. mars 2021 18:43
RAX yfir eldgosinu í 360° myndbandi Þegar náttúran lætur til sín taka er ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, best þekktur sem RAX, ekki langt undan. Hann hefur flogið fjórum sinnum yfir eldgosinu í Geldingadal til að mynda en gosið tekur stöðugum breytingum. 31. mars 2021 15:46
Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. 31. mars 2021 11:51