Þá segir í tilkynningu frá lögreglu að lokað verði fyrir umferð um Suðurstrandarveg, nema þeir sem nauðsynlega þurfi að fara um veginn geti farið fram hjá lokunum. Veðurspáin geri ráð fyrir suðvestan og síðar vestan 15-23 metrum á sekúndu með rigningu eða súld eða lélegu skyggni á gosstöðvum.
„Alls ekkert ferðaveður,“ segir í tilkynningunni.