Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 17:47 Bílnum var ekið á tvo lögreglumenn við þinghúsið. Annar þeirra og árásarmaðurinn eru í lífshættu. AP Photo/J. Scott Applewhite Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. Lögreglumennirnir tveir og árásarmaðurinn hafa verið færðir á sjúkrahús en bæði árásarmaðurinn og annar lögreglumaðurinn eru taldir í bráðri lífshættu. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Atvikið átti sér stað við öryggishlið fyrir utan þinghúsið en þingið er nú í páskafríi. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan múgur réðst inn í þinghúsið þegar staðfesting þingsins á kjöri Joe Bidens Bandaríkjaforseta stóð yfir. Í kjölfar árásarinnar var þinghúsinu og aðliggjandi svæði lokað og starfsmönnum bannað að fara inn eða út úr þinghúsinu. Þá hefur fólk verið látið yfirgefa svæði vegna yfirstandandi ógnar. A helicopter just landed on the east front of the Capitol. I ve never seen anything like this before. ever. pic.twitter.com/LxV0mywRSe— Jake Sherman (@JakeSherman) April 2, 2021 Í myndbandsupptökum af vettvangi sést þyrla fljúga yfir svæðið og tveir einstaklingar sjást bornir í burt á sjúkrabörum og inn í sjúkrabíla. Þá sést þjóðvarðliðið mæta á staðinn í einhverjum upptökum sem náðust af vettvangi. Einnig hefur Alríkislögreglan verið kölluð út á vettvang. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan árás var gerð á bandaríska þinghúsið og árásarmönnum tókst að komast inn í bygginguna. Fimm létust í árásinni, sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Fréttin var uppfærð klukkan 18:30. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir og árásarmaðurinn hafa verið færðir á sjúkrahús en bæði árásarmaðurinn og annar lögreglumaðurinn eru taldir í bráðri lífshættu. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Atvikið átti sér stað við öryggishlið fyrir utan þinghúsið en þingið er nú í páskafríi. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan múgur réðst inn í þinghúsið þegar staðfesting þingsins á kjöri Joe Bidens Bandaríkjaforseta stóð yfir. Í kjölfar árásarinnar var þinghúsinu og aðliggjandi svæði lokað og starfsmönnum bannað að fara inn eða út úr þinghúsinu. Þá hefur fólk verið látið yfirgefa svæði vegna yfirstandandi ógnar. A helicopter just landed on the east front of the Capitol. I ve never seen anything like this before. ever. pic.twitter.com/LxV0mywRSe— Jake Sherman (@JakeSherman) April 2, 2021 Í myndbandsupptökum af vettvangi sést þyrla fljúga yfir svæðið og tveir einstaklingar sjást bornir í burt á sjúkrabörum og inn í sjúkrabíla. Þá sést þjóðvarðliðið mæta á staðinn í einhverjum upptökum sem náðust af vettvangi. Einnig hefur Alríkislögreglan verið kölluð út á vettvang. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan árás var gerð á bandaríska þinghúsið og árásarmönnum tókst að komast inn í bygginguna. Fimm létust í árásinni, sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Fréttin var uppfærð klukkan 18:30.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18