Solskjær ekki sáttur þrátt fyrir góðan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 22:01 Ole Gunnar Solskjær er ekki sáttur með að þrír af leikmönnum sínum séu á leið í leikbann. EPA-EFE/Oli Scarff Ole Gunnar Solskjær var ekki á allt sáttur með 2-0 sigur sinna manna í Manchester United gegn Granada í fyrri viðureign 8-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld. Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Man United nældi sér nefnilega í fimm gul spjöld og verða þrír leikmenn í banni í síðari leiknum. „Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld [Innskot blaðamanns: reyndar fimm en hver er að telja] og þrjú leikbönn. Að vinna 2-0 eru samt góð úrslit. Við vitum hversu erfitt það er að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í þessi úrslit,“ sagði Norðmaðurinn við BT Sport að leik loknum. „Þeir [Marcus Rashford og Bruno Fernandes] hafa báðir verið frábærir, eru svo mikilvægir fyrir okkur. Þetta var gott hlaup hjá Rashford, hann tók frábærlega við boltanum. Bruno er svo öruggur í vítunum þó svo að markvörðurinn hafi næstum farið það,“ sagði Ole um mörkin í kvöld. „Bruno fékk högg á andlitið. Að skora úr víti þó þú sjáir aðeins út um eitt auga er góður hæfileika að hafa,“ bætti hann við um mark Bruno. „Ég varð að passa upp á [Luke] Shaw og vonandi er í lagi með hann fyrir leikinn um helgina. Það er það sama með Rashford, hann hefur ekki jafnað sig af meiðslum og vonandi hefur þetta ekki versnað. Hann ætti að vera klár um helgina.“ „Þurfum að sýna sama hugarfar í næstu viku. Við viljum vinna alla leiki. Þetta er enn ungt lið sem er að læra. Við þurfum að bæta okkur leik frá leik. Fótbolti nær í skottið á þér ef þú hvílir þig.“ Liðin mætast að nýju eftir viku. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira