Réttarríki á tímum Covid-19 Berglind Svavarsdóttir skrifar 9. apríl 2021 16:31 Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Í réttarríkishugtakinu í sínum víðasta skilningi felst að samfélög skuli lúta sameiginlegum og almennum lögum sem skuli gilda jafnt um valdhafana sem aðra og séu ekki byggð á geðþóttavaldi. Lögin verða að vera framkvæmanleg, skiljanleg, aðgengileg, framvirk og almenn. Þá verður að tryggja aðgengi borgaranna að réttlátri málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstólum. Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríki um allan heim gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á útbreiðslu veirunnar og til að tryggja heilsu og öryggi almennings. Þær aðgerðir hafa í mörgum tilvikum varðað veruleg inngrip í stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna en viðurkennt er að heildarhagsmunir kunni í vissum tilvikum að ganga framar einstaklingshagsmunum. Þrátt fyrir það gildir sú grundvallarregla í réttarríki að þær ráðstafanir sem stjórnvöld grípa til verða eftir sem áður að rúmast innan ramma laganna og þær verða að vera gegnsæjar og tímabundnar.Þá þarf auk þess að uppfylla almennar kröfur um nauðsyn og meðalhóf. Öryggi almennings verður þannig best tryggt í lýðræðisríkjum þar sem reglur réttarríkisins eru í heiðri hafðar. Nýlega voru kveðnir upp úrskurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í málum þar sem niðurstaðan var sú að ákvæði reglugerðar stjórnvalda um skyldusóttkví skorti lagastoð og ákvarðanir sóttvarnaryfirvalda hefðu þar af leiðandi gengið lengra en heimilt var samkvæmt lögum. Viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu dómstólsins hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar. Þau viðbrögð undirstrika enn frekar nauðsyn hlutverks lögmanna og dómstóla, sem er að standa vörð um réttarríkið. Mannréttindi, lýðræði og réttarríki eru hvorki léttvæg né innantóm hugtök, þau skipta máli og aldrei eins miklu máli og þegar ógn steðjar að. Lýðræði, mannréttindi og réttarríkið eru ekki andstæða við vernd og öryggi almennings, heldur trygging fyrir því að almenningur njóti verndar og öryggis. Höfundur er formaður Lögmannafélag Íslands.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun