Segir misskilnings gæta um björgunarsveitartjaldið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2021 16:08 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni tóku niður tjaldið á mettíma eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli á mánudaginn. Tjaldið er nú í geymslu í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn Otti Rafn Sigmarsson, liðsmaður í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, segir ekki rétt að björgunarsveitartjald við eldstöðvarnar á Reykjanesi hafi staðið þar sem nú hefur myndast ný sprunga. Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að tjaldið hafi verið tekið niður í kjölfar þess að sprunga myndaðist á gossvæðinu annan í páskum. Það er rétt, en Otti segir hins vegar að hægt væri að tjalda tjaldinu á sama stað og það stóð áður. Björgunarsveitin hafi vitað af því að sprunga gæti opnast á svæðinu. Áður hafði verið greint frá því að tjaldið hefði staðið þar sem enn önnur sprunga opnaðist svo. Það segir Otti ekki rétt. „Við settum tjaldið upp á þannig stað að við tókum mið af hvar sprungan væri, hvar væri best að tjalda, besta aðgengi fyrir björgunarfólk og svo framvegis,“ segir Otti í samtali við fréttastofu. Þegar sprungan hafi svo opnast á annan í páskum, síðastliðinn mánudag, hafi verið ákveðið að taka tjaldið niður til þess að endurmeta stöðuna. Það hafi hins vegar ekki verið í neinni hættu. Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. „Það sem gerist svo, þegar við erum búnir að taka niður tjaldið, þá opnast þriðja sprungan og svo sú fjórða, en ef mig langaði þá gæti ég farið á sama stað og tjaldið var og sett það upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Otti. Hann áréttar þá að ekkert björgunarsveitarfólk hafi verið með fasta viðveru í tjaldinu. Um hafi verið að ræða stöð þar sem búnaður björgunarfólks var geymdur, ekki eins konar bækistöð björgunarfólks á svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Vísir hefur fjallað um málið og greint frá því að tjaldið hafi verið tekið niður í kjölfar þess að sprunga myndaðist á gossvæðinu annan í páskum. Það er rétt, en Otti segir hins vegar að hægt væri að tjalda tjaldinu á sama stað og það stóð áður. Björgunarsveitin hafi vitað af því að sprunga gæti opnast á svæðinu. Áður hafði verið greint frá því að tjaldið hefði staðið þar sem enn önnur sprunga opnaðist svo. Það segir Otti ekki rétt. „Við settum tjaldið upp á þannig stað að við tókum mið af hvar sprungan væri, hvar væri best að tjalda, besta aðgengi fyrir björgunarfólk og svo framvegis,“ segir Otti í samtali við fréttastofu. Þegar sprungan hafi svo opnast á annan í páskum, síðastliðinn mánudag, hafi verið ákveðið að taka tjaldið niður til þess að endurmeta stöðuna. Það hafi hins vegar ekki verið í neinni hættu. Otti Rafn Sigmarsson er í björgunarsveitinni Þorbirni. „Það sem gerist svo, þegar við erum búnir að taka niður tjaldið, þá opnast þriðja sprungan og svo sú fjórða, en ef mig langaði þá gæti ég farið á sama stað og tjaldið var og sett það upp á nákvæmlega sama stað,“ segir Otti. Hann áréttar þá að ekkert björgunarsveitarfólk hafi verið með fasta viðveru í tjaldinu. Um hafi verið að ræða stöð þar sem búnaður björgunarfólks var geymdur, ekki eins konar bækistöð björgunarfólks á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54 Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Sjá meira
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9. apríl 2021 12:54
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27